Læknaneminn - 01.04.1994, Blaðsíða 33
cadherína. Þegar ectodermal, mesodermal og
endodermal frumur sérhæfast í mænuvef, taugavef
og aðlæga vefi brey ta þær um gerð cadherín tj áningar
(mynd 4) (19). Hvaða vef fósturfruman að lokum
myndar virðist þannig ráðast af því hvaða tegund
cadheríns hún tjáir þá.
B) Fósturfruman hœttir að tjá cadherín. Þær
fósturfrumur sem tjá cadherín loða saman og geta með
tímanum myndað starfhæfan vef. Hinar, sem ekki tjá
cadherín, losna úr tengslum við nágrannafrumur og
geta farið á flakk, til að mynda vefannarsstaðar (20).
Sem dæmi um þetta þá sést á mynd 4 að frumur í
sómitunum hætta að tjá cadherín þegar myndun
sclerótóma á sér stað. Þar sem tjáning cadherína í
illkynja frumum er almennt minni en í þekjufrumum
sömu vefjategundar (21) má því vissulega segja að
frumur á fósturstigi hegði sér líkt og illkynja frumur
að þessu leyti. Hvort illkynja frumurnar hafi áhrif á
eigin cadherín tjáningu eða að tjáningin sé undir
einhvers konar stjóm er umræðuefni síðar í þessari
grein (17, 22).
E-CADHERÍN OG MEINVARPAMYNDUN
Rúmlega 90% illkynja æxla em af þekjufrumu
uppmna (carcinoma) (21). Fmmur í þeim fjölga sér
stjómlaust, vaxa ífarandi í umliggjandi vef og geta
myndaðmeinvörp. Carcinoma frumumerskiptgróft
í tvo flokka eftir útliti og starfrænum eiginleikum
þeirra (21):
A) Velþroskaðar (welldifferentiated) carcinoma
frumur: Þær viðhalda þekjufrumuútliti sínu, viðhalda
eðlilegri samloðun, vaxa oftast nær ekki ífarandi og
mynda sjaldan meinvörp.
B) Illa þroskaðar (poorly differentiated)
carcinomafrumur: Þær hafa óreglulegra útlit
Mynd 5A-D. Brjóstakrabbamein getur sýnt mismunandi E-cadherín tjáningu. A, Eðlilegir brjóstakirtlar.
Allar þekjufrumurnar sýna mikla E-cadherín tjáningu í frumuhimnunum. B-E= "Invasív" ductal
brjóstakrabbamein. B,AllarkrabbameinsfrumursýnamiklaE-cadheríntjáningu. C, Krabbameinsfrumurnar
sýna mismikla E-cadherín tjáningu; Þarsem tjáningin ermikil myndastfrumubreiða (sjá ör) enþarsem hún
er lítil er áberandi minni samloðun milli frumanna og vöxturinn er dreifðari (örvarhaus). D, Allar
œxlisfrumurnar sýna minnkaða E-cadherín tjáningu (lokaðar örvar) (27).
LÆKNANEMINN 1 1994 47. árg.
27