Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.1994, Blaðsíða 170

Læknaneminn - 01.04.1994, Blaðsíða 170
SKÝRSLA FULLTRÚARÁÐS Störf skemmtinefndar í læknadeild hófust á haustdögum með miklum og þrálátum símhringingum í hin ýmsu landsbyggðarsjúkrahús. Niðurstaðan kristallaðist síðan í vísinda- og skemmtiferð til Stykkishólms, fyrstu helgi nóvembermánaðar. F arið var með tveimur rútum vestur í Helgafellssveit, þar sem gist var á Félagsheimilinu Skildi. Á laugardagsmorgni var svo Fransiskusjúkrahúsið skoðað. Þá var ekið með hópinn vestur í Bjarnarhöfn og forláta bændakirkja skoðuð, kaleikur og bergt á kaffí og brennivíni. Þamæst var siglt um nokkrar ágætar eyjar á Breiðafírði, tekið þátt í tilraunaveiðum og sjálfur konungurinn sveimaði yfir. Boðað var á Hótel Stykkishólmi en diskótekið á eftirklikkaði. Hverju svo sem varum að kenna þá var hegðun og umgengni læknanema þá um nóttina þeim til mikillar vansæmdar. Skyggði það mjög á þessa ágætu ferð. Á sunnudeginum var gengið á leiði Guðrúnar Osvífursdóttur og í þögn upp á Helgafell. Fjórir nemar á 2-ári tóku að sér að halda jólaglögg í Domus Medica með miklum myndarleik. í byrjun febrúar var svo haldin árshátíð félagsins á Hótel Sögu, með tilheyrandi pompi, pragt og síðkjólum. Skemmtiatriðum stillt í mikið hóf, enda Gestur Pálsson barnalæknir og frú heiðursgestir. Hljómsveitin Svartur pipar lék fyrir dansi. Lokaverkurinn var svo kynningarballið blessað. Það fór í vaskinn á Hótel Islandi 16. september síðastliðinn. Haldið eftir afmælishátíð Læknafélagsins og nóg um það. í kvöld mun svo fulltrúaráð standa fyrir stjómarskiptasamkvæmi í Stúdentakjallaranum. Með þökk fyrir undirtektirnar, f.h. fulltrúaráðs, Ferdinand Jónsson SKÝRSLA KENNSLUMÁLANEFNDAR 1. ár Stór ákvörðun var tekin er fækkað var í numerus clausus og verða framvegis 30 læknanemar sem kornast áfram til náms í læknisfræði. Einnig var gerð breyting á inngangskröfum erlendra stúdenta í læknisfræði á íslandi í samræmi við þær kröfur sem gerðar eru til íslenskra læknanema (sjá nánar skýrslu formanns). Skipulag fyrsta árs er í nokkuð föstum skorðum, samt ber talsvert á því að kennarar hendi ekki reiður á fyrirlestrum sem þeir skulu kenna, og kom það þó nokkrum sinnum fyrir að nemendur mættu í tíma en enginn var kennarinn. 2. ár Fyrirlestra- og prófskipulag annars árs er og hefur verið óyndi okkar læknanema fráþví hið nýja kennslu skipulag kom á fyrir 6 árum. Annað árið sem var, og annað árið sem er fóru fram á það, með viðeigandi undirskriftalistum, að próf í líffærafræði höfuðs og háls yrðu haldin á haustönn. Ekki var orðið við þeim óskum og hefur umræða þessi margoft farið fram og strandar það á kennurum lífefnafræðinnar að ekki skuli vera unnt að framfylgja ofannefndri ósk. Kennslunefnd ákvað að láta þá ákvörðun standa að hafa prófín að vori, því af fenginni reynslu er betra að skipuleggja nám sitt og læra meðan vitað er hvenær prófín eru haldin heldur en læra í von og óvon með að einhver próf verði á þessum tíma en ekki hinum. Til móts átti að koma við nemendur með því að flytja námsefni af vorönn og kenna lengur fram í desember og auka þannig próflestrartíma á vorönn annars árs, en ekki hefur það verið gert samkvæmt stundarskrá þeirri er dreift hefur verið til annars árs nema. Til stendur að reyna að breyta námsefnisuppstillingu þeirri sem er til staðar á 1. og 2. ári. Hefur það lengi verið áiit mitt að lífræn efnafræði yrði kennd á haustmisseri 1. árs ásamt ólífrænu efnafræðinni og að tilraunum í þessum námsgreinum yrði fækkað á vorönn. Þannig mætti skapa rými á vormisseri 1. árs og væri þannig hægt að flytja þann hluta lífefnafræðinnar af öðru ári sem fjallar um byggingu próteina, ensíma, frumuhimna, sykrunga ofl. niður á fyrsta ár þar sem það efni er i mun meira samhengi við það námsefni sem kennt er á þeim tíma. Og væri þannig rýmkaður tími til náms á öðru ári sem veitir ekki af og möguleiki á meiri klínískri kennslu myndi skapast. Aukinn áhugi hefur verið á að fá kennda heimspeki 156 LÆKNANEMINN I 1994 47. árg.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.