Læknaneminn - 01.04.1994, Blaðsíða 121
að íhuga nákvæmlega samspil ailraþeirra sjónarmiða,
sem hérhefur verið drepið á, beita fræðilegum líkönum
í siófræði, höfða til siðfræðireglna og setja fram
ígrundaða greinargerð, sem tekur tillit til alls þessa.
Það er einkum tvennt, sem stuðlað getur að
skynsamlegum og siólegum ákvörðunum í þessum
efnum, eins og reyndar öllum öðrum.
I fyrsta lagi er mikilvægt, að skynsamleg og
marktæk umræða um þessi mál fari fram á sem flestum
sviðum gentækninnar, í sem flestum þjóðfélagshópum,
og á margs konar vettvangi, bæði í fjölmiðlum,
umræðuhópum, námskeiðum og almennri umræðu
manna á meðal. Slík umræða bæði þroskar
siðferðiskennd fólks, gerir því ljósar ýmsar
ófyrirsj áanlegar afleiðingar og fræðir það almennt um
málin og gerir það hæfara til þess að taka ígrundaðar
ákvarðanir eða hafa áhrif á þær.
I öðru lagi þarf að afla sem mestrar og bestrar
þekkingar á öllum sviðum og þrepum gentækni og á
hugsanlegum afleiðingum uppgötvana á þessu sviði,
og miðla þessari þekkingu til sem flestra, gera hana
aðgengilega og skiljanlega sem flestum. Slík
þekkingaröflunogþekkingarmiðlunfræðiralmenning,
gerir hann meðvitaðri um miki lvægi gentækninnar og
hugsanlegar afleiðingar, bæði góðar og slæmar. 0
Þakkir. Eg vil þakka dr. Jórunni Erlu Eyijörð,
erfðafræðingi, fyrir yfirlestur greinarinnar og ýmsar
þarfar ábendingar.
NOKKRAR HELSTU HEIMILDIR
1. Darryl R. J. Macer: Shaping Genes. Ethics, Law and
Science of Using Genetic Technology in Medicine
and Agriculture. Christchurch, Nýja Sjálandi, 1990. ]
2. Ethics and Mapping of the Human Genome.
Protection of sensitive Personal Infonnation-Genetic
Screening-Genetic Testing in Appointments etc. The
Danish Council of Ethics 1993.
3. Genteknik-90-talets teknik inom medicin, jordbruk
och miljö och Gen-etik. Frágor som rör naturen-djur,
vaxter och miljö samt konsekvenser för manniskan av
medicinska tillámpningar av genteknik. Stokkhólmi,
des. 1992.
4. GEN-BRUG-Nár viden om generne anvendes. Det
etiske rád 1992.
5. GÉN-VEJEN-Biologien för og nu. Det etiske rád
1992.
6. Gitte Meyer: Som en áben bog. Et oplæg til debat om
beskyttelse af fölsomme personoplysninger. Det
etiske rád 1992.
7. Genetisk Screening. En Redegörelse. Det Etiske Rád.
Kaupmannah. 1993.
8. Bioteknologiska uppfinningar och immaterialrátten i
Norden. Norræna ráðherranefndin 1988.
9. Karen Gahrn: Den forædlede dansker-en verden i
gen-dur. Haase facetböger 1993.
10. Patent pá liv? Nord 1993:2. Útg. Norræna
ráðherranefndin.
11. St. meld. nr. 25 (1992-93): Om mennesker og
bioteknologi (bæklingur gefinn út af norska
félagsmálaráðuneytinu(Sosialdepartementet)).
12. Göran Hermerén: „Gentekniken och mánniskan: nya
etiska utmaningar“, í Tankar om Gen-Etik i
manniskans, djurens och naturens várld, útg. Hybrid-
DNA-Dclegationen, des. 1993.
13. Göran Hermerén: Kunskapens pris. Forskningsetiska
problem och principer i humaniora och
samhállsvetenskap, Stokkhólmi 1986.
14. Gentekniskt modifierade organismer—etiska och
juridiska debatter i Norden, Kaupmannah. 1993
15. Det Etiske Ráds 6. Arsberetning 1993, Kaupmannah.
1994.
16. J.J.C. Smart og Bemard Williams: Utilitarianism for
and against, Cambridge 1973.
17. Bemard Williams: Morality. An Introduction to
Ethics. Cambridge 1972.
18. Paul Taylor: „Utilitarianism", grein í Contemporary
issues in bioethics. Kalifomíu 1978.
19. William K. Frankena: „Deontological theories“, grein
í Contemporary issues in bioethics. Kalifomíu 1978.
LÆKNANEMINN 1 1994 47. árg.