Læknaneminn - 01.04.1994, Blaðsíða 15
undir 100/ml. Auk staphýlókokka og “venjulegra”
Gramneikvæðra stafbaktería ber á sýkingum af völdum
Pseudomonas aeruginosa hjá þessum einstaklingum
ogræðurþað nokkru um val lyfja. Tíðasteraðnota þ-
laktamlyfogamínóglýkósíð saman enekkiermeðöllu
ljóst hvort slíkt sé ætíð nauðsynlegt. Sýnt hefur verið
fram á að slík samsetning með samverkun (synergismus)
bætir mjög horfur sjúklinga með hvítkomafæð, fólks
sem sýkt er af P. aeruginosa og þeirra sem era í
sýkingalosti. Þar sem hins vegar má búast við að
hvítkomafæð séskammæ(t.d. viðmeðferð ácarcinoma)
er í flestum tilvikum nóg að gefa B-laktam lyf eitt.
Frekari meðferð sjúklinga með alvarlega ónæmisbælingu
lýtur að öðram fylgikvillum krabbameinsmeðferðar,
veirasýkingum, sveppasýkingum, varnarmeðferð o.fl.,
en nánari umijöllun um hana bíður betri tíma.
Jafnframt er einungis minnst stuttlega á
upphafsmeðferð við hjartaþelsbólgu, bæði hj á fólki með
náttúralegar lokur og gervilokur. Meðferðinni er síðan
breytt eftir því hvaða sýkill greinist og fer lyíjaval og
meðferðarlengd mjög eftir því. A sama hátt er
nákvæmari umij öllun um þá meðferð hjartaþelsbólgu,
bæði sýklalyfjameðferð og skurðaðgerðir látin liggja
milli hluta hér.
HÚÐSÝKINGAR
Heimakoma (erysipelas) er sýking sem bundin er
við húð (dermis), er algengust á fótleggjum og í andliti
og má oftast greina á upphækkaðri þreifanlegri brún á
mótum sýktrar og heilbrigðrar húðar. Heimakoma er
undantekningarlítið af völdum B-hemólýtískra
streptókokka af flokki A og kjörmeðferð við henni er
penicillín. Húðnetjubólga (cellulitis) nær hins vegar
dýpra, niður í undirhúð, og þótt oft sé erfitt að greina
hana frá dæmigerðri heimakomu eru mörk heilbrigðrar
og sýktrar húðar venjulega ekki eins skörp. Allmargar
rannsóknir hafa leitt í ljós að staphýlókokkar og
streptókokkar geta báðir valdið húðnetjubólgu, þó
einungis sé unnt að rækta sýkil frá um 30% stungusýna
frá húð. Ástæða virðist því vera til að mæla almennt með
notkun staphýloýkokkalyíja (ísoxazólýl penicillína,
t.d. kloxacillíns eða díkloxacillíns) við meðferð
húðnetjubólgu.
HEILAHIMNUBÓLGA
(TAFLA 13)
Ásýnd heilahimnubólgu af völdum baktería hefur
Tafla 15. Mögulegt lyfjaval í upphafi gegn
ýmsum alvarlegum sýkingum.
Sjúkdómur Upphafsmeðferð
Lungnabólga
Utan sjúkrahúsa Penicillín (erýtrómýcín?)
A sjúkrahúsi Penicillin + amínóglýcósíð/ 2.-3. kynsl. cef./aztr.
Lungnateppa Ampicillín (2. kynsl. cef., amoxicillín-klavúlanat)
Nýrnasýking (urosepsis) Ampicillín + aminóglýc.
Kviðarhol Ampicillín + amínóglýc.+ Klindamycín/ metrónídazól
Gallvegir ?ampicillín + ceftríaxón
Sprautufíkill Kloxacillín + amínoglýc.
Bióðsýking (bacteremia)
Uppruni óþekktur Kloxacillín + amínóglýc.
Hvítkornafæð 3. kynsl. cef. ± amínóglýc.
Hjartaþelsbólga
„Venjul." Penicillín/ampicillín + kloxacillin + gentamícín
Gerviloka Vankómýcín + gentamícín
Heilahimnubólga
< 2 mán. Ampicillin + 3. kynsl. cef.
2 mán. - ~15 ára 3. kynsl. cef. eða ampicillín + klóró.
Fullorðnir 3. kynsl. cef. eða penicillín
Aldraðir Ampic. + 3. kynsl. cef.
breyst verulega á íslandi undanfarin ár vegna
bólusetninga gegn H. influenzae. Þær hófust síðla
árs 1989 og heyra nú alvarlegar sýkingar af völdum
H. /«ý7ue«zaeafgerðBnærsögunnitil. Einsogfram
kemur í meðfylgjandi töflu er unnt að nota 3. kynslóðar
cefalósporín sem grunnlyf handa öilum
aldursflokkum en bæta við ampicillíni hjá þeim
yngstu og elstu. Ampiciilínið er fyrst og fremst
notað þarvegnamöguleikaáL/síeHamowocytogeneí
heilahimnubólgu. Menn greinir nokkuð á um hvort
nota beri klóramfenikól og ampicillín eða 3. kynslóðar
cefalósporín í meðferð heilahimnubólgu barna.
Rannsóknir hafa þó bent til að lyfín séu jafnvíg og
11
LÆKNANEMINN 1 1994 47. árg.