Læknaneminn - 01.04.1994, Blaðsíða 120
Framleiðendur skrímsla og undraverka - Vísinda-
menn nú á dögum hafa vissulega vald til aðgera mikil
góðverk, en þeir geta einnig misnotað vald sitt með
ójyrirsjáanlegum afleiðingum.
einn hópur manna fái vald til þess að breyta sínum
eigin erfðaeiginleikum og annarra, þar sem þessi
hópur komi til með að fá of mikið vald í framtíðinni.
Þeir koma til með að hafa alla þræði í hendi sér á sviði
erfðabreytinga og gentækni í framtíðinni.
FJÖLFÖLDUN EÐA KLÓNUN
Mikil umræða hefur orðið unr það í fjölmiðlum á
síðustumánuðum(Sbr. t.d.Newsweek, 8.nóv. 1993),
að tekist hafi að fj ölfalda eða klóna ákveðin fóstur. Það
sem fólk hefur sennilega almennt í huga í þessu
sambandi, erað einhverjum hafi tekist að afrita DNA
ákveðinnar lifveru og koma því þannig fyrir að það
geti tjáð sig og til verði nákvæm eftirlíking upphaflegu
lífverunnar, svipað ogi kvikmyndinni Júragarðurinn.
Dr. Jerry Hall í Bandaríkjunum og samstarfsmenn
hans -en það var uppgötvun þeirra, sem olli öllu
fjaðrafokinu- töldu sig hins vegar aðeins hafa tekist að
finna virkari aðferð við glasafrjóvgun.
Fjölmiðlaumræðan sýndi þó, að fólk eralmenntmjög
hrætt við slíkar tilraunir og að hér er um að ræða
viðkvæmt siðferðilegt mál, sem erfítt er að gera upp
hugsinnumán töluverðrarþekkingarog umhugsunar.
Hér eru siðferðilegar spurningar margar og
mikilvægar: Hvaða reglur gilda um rétt klónaðra
einstaklinga?Áaðfjöldaframleiðamannverur? Hvaða
reglur gætu gilt um slíka franrleiðslu? Á maðurinn að
skapa nýjar myndir lífsins? Mun klónun í miklum
mæli breyta sjálfsímynd mannsins? Hvernig er sú
tilfinning að vita af nákvæmum eftirlíkingum af
sjálfum sér einhvers staðar úti í heiminum? Býður
ekki klónun upp á einkaleyfi á einstaklingum og
ýmiss konar gróðasjónarmið við franrleiðslu manna?
Fá ekki ákveðnir menn allt of mikið vald yfir öðrum
með þessari tækni?
Sennilega miklum við fyrir okkur siðleysi og
vandanrál ýmissa hliða klónunar, enda vitum við
tiltölulega lítið enn sem komið er um raunverulega
möguleika hennar. Eineggjatvíburar, sem eruklónun
náttúrunnar sjálfrar, virðast komast af án teljandi
vandræða. Hins vegar erum við auðvitað öll hrædd við
ímyndina um brjálaða vísindamanninn, sem skapar
skrímsli er hann getur stjómað eða jafnvel misst vald
á, eins og skrímsli Frankensteins.
ÖNNUR SIÐFERÐILEG VANDAMÁL
TENGD GENTÆKNI
Y mis önnur mjög mikilvæg siðferðileg vandamál
tengjast gentækni, senr hér verður, rúnrsins vegna,
aðeins drepið á. í fyrsta lagi er mikilvægt að setja
reglur um notkun og framleiðslu erfðabreyttra lífvera
(GMO, þ.e. „genetically modified organisms“). Þá
vakna margar spurningar varðandi nrannbætur eða
erfðabætur (evgeník), sem gentæknin býður nú upp á
á mun virkari hátt en nokkum óraði fyrir fyrr á tímum.
Loks má nefna, að notkun erfðatækni til að segja fyrir
urn hugsanlega sjúkdóma seinna í lífmu (Sjá t.d.
Newsweek, 6. des. 1993)skilgreinirheilanmálaflokk
siðfræðilegra úrlausnarefna, og sama má segja um
erfðafræðilega greiningu á fóstrum og fósturvísum .
Skynsanrleg siðfræði gentækninnar fæst nreð því
*Ég leyfi mér að benda á ritgerð Rutar Valgarðsdóttur, líffrœðings, Siðfrœðifósturvísagreiningar og 5.
kafla í Siðfrœði lífs og dauða eftir Vilhjálm Árnason (Rannsóknastofnun í siðfrœði, 1993) sem umfiöllun á
íslensku um þetta efni.
110
LÆKNANEMINN 1 1994 47. árg.