Læknaneminn - 01.04.1994, Blaðsíða 36
háræðum einfaldlega vegna stærðar frumuhópsins.
Báðar þessar kenningar gætu skýrt það hvers vegna
eitlameinvörp brjóstakrabbameins (infíltrating ductal)
tjá E-cadherín (27).
///. Allar œxlisfrumur sýna litla E-cadherín
tjáningu
Dæmi um illkynja æxli í mönnum sem sína
almennt litla eða enga E-cadherín tjáningu eru (24,
27, 32):
A) Krabbamein í ristli og endaþarmi
B) Krabbamein í blöðruhálskirtli
C) Brjóstakrabbamein aflobular gerð
Þessi flokkur æxla virðist sýna mestu ífarandi
vaxtareiginleikaogmestatíðni eitlameinvarpa. Einnig
má segja að tilhneiging þessara æxla til
meinvarpamyndunar í önnur líffæri er meiri en hjá
hinum flokkunum (10). Þó berað getaþess að illkynja
magakrabbameinsfrumur geta myndað meinvörp í
lifur þrátt fyrir eðlilega E-cadherín tjáningu (flokk I).
EYKUR MINNI E-CADHERÍN TJÁNING
LÍKUR Á ÆXLISMYNDUN ?
Ikjölfarþessararvitneskjuernauðsynlegt að velta
því fyrir sér hvemig frumur geta sýnt minnkaða
tjáningu á E-cadheríni? Hugsanlegt svar við þessari
spumingu er að erfðafræðilegar breytingar hafí átt sér
stað á því geni sem tjáir fyrirE-cadherín. Árið 1991
var því fyrst haldið fram að genið sem tjáir fyrir E-
cadherín teldist til svokallaðra æxlisbæligena (tumor
suppressor gene) (33). Afurðir æxlisbæligena bæla
æxlissvipgerð. Þessibæligenhafaþað sameiginlegt
að tilþessað æxligetimyndastþurfabáðarsamsætur
gensins að vera gallaðar eða óvirkar (34). Langflestar
æxlisbæligenakenningar gera þó ráð fyrir því að um
tap á arfblendni þeirra sé að ræða, þar sem fyrir er
gölluð eða óvirk samsæta gensins (24). Nýlega var
sýnt fram á tap á arfblendni á langa armi á litningi 16
í nokkrum æxlistegundum. Við nánari skoðun kom í
ljós að þessar breytingar voru einmitt á því
litningasvæði sem tjáir fyrir E-cadheríni (33). Til
staðfestingar þessu kom fram í rannsókn á síðasta ári
á 79 brjóstakrabbameinsæxlum að 57% þeirra sýndu
tap á arfblendni á ofannefndu litningasvæði (35).
Þessar niðurstöður styrkja vissulega þær hugmyndir
sem segja að minnkuð E-cadherín tjáning í
frumuhimnum auki líkurnar á æxlismyndun.
LOKAORÐ
Rannsókniráundanförnum 5 árum hafa vissulega
rennt stoðum undirþá kenningu að E-cadherín gegni
mikilvægu hlutverki í myndun meinvarpa en ekki
má gleyma því að fjölmargir aðrir þættir skipta máli
í umbreytingu venjulegrar þekjufrumu í
meinvarpamyndandi æxlisfrumu (mynd 6). Ljóst er
afþví semkomið hefurfram íþessari grein að óeðlileg
E-cadherín tjáning getur haft áhrif á öllum stigum
þessarar umbreytingar.
Án þess að gera lítið úr öðrum þáttum á mynd 5,
þá virðist líklegt að áhugi fyrir rannsóknum á E-
cadherínum fari vaxandi á næstu árum. Þessar
rannsóknir munu væntanlega leiða í ljós hvað veldur
þessari óeðlilegu tjáningu E-cadherínaí frumuhimnu
annars vegar og í litningum hins vegar og vonandi
skýrast þá hver tengslin eru þarna á milli.
Þrátt fyrir miklar framfarir í rannsóknum á
meinvarpaferlinu á undanfömum tveimur áratugum
virðist enn vera langt í land með hugsanlega lækningu.
Verðugt takmark í krabbameinslækningum er þó að
geta spáð fyrir um eða komið í veg fyrir myndun
meinvarpa og er gildi þess óumdeilanlegt. Með
tilkomu aukinnar þekkingar á E-cadheríni hefur
vonarglæta birst um lausn þessa vanda en aðeins
komandi rannsóknir á þessu efni munu leiða
“sannleikann” í ljós. 0
Þakkir. Dr. Helgu M. Ögmundsdóttur em færðar
kærar þakkir fyrir lærdómsríka leiðsögn við ritun
þessarar greinar.
HEIMILDIR
1. Kohn EC, Liotta LA. Local invasion and metastasis.
Comprehensive textbook of oncology, volurne one,
second edition; Baltimore, Williams &Wilkins 1991:
131-137.
2. Liotta LA, Stetler-Stevenson WG. Principles of
molecular cell biology of cancer: Cancer metastasis.
Cancer: Principles & practice of oncology, fourth
edition, Philadelphia: Lippincott co.1993: 134-149.
3. Liotta LA. Cancer cell invasion and metastasis.
Scientifíc American Medicine, Special issue 1993; 4:
142-150.
4. Gabbert HE. In vivo observations on tumor invasion.
Cancer metastasis, Berlin Heidelberg; Springer-
Verlag 1989: 55-67.
30
LÆKNANEMINN 1 1994 47. árg.