Læknaneminn - 01.04.1994, Side 36

Læknaneminn - 01.04.1994, Side 36
háræðum einfaldlega vegna stærðar frumuhópsins. Báðar þessar kenningar gætu skýrt það hvers vegna eitlameinvörp brjóstakrabbameins (infíltrating ductal) tjá E-cadherín (27). ///. Allar œxlisfrumur sýna litla E-cadherín tjáningu Dæmi um illkynja æxli í mönnum sem sína almennt litla eða enga E-cadherín tjáningu eru (24, 27, 32): A) Krabbamein í ristli og endaþarmi B) Krabbamein í blöðruhálskirtli C) Brjóstakrabbamein aflobular gerð Þessi flokkur æxla virðist sýna mestu ífarandi vaxtareiginleikaogmestatíðni eitlameinvarpa. Einnig má segja að tilhneiging þessara æxla til meinvarpamyndunar í önnur líffæri er meiri en hjá hinum flokkunum (10). Þó berað getaþess að illkynja magakrabbameinsfrumur geta myndað meinvörp í lifur þrátt fyrir eðlilega E-cadherín tjáningu (flokk I). EYKUR MINNI E-CADHERÍN TJÁNING LÍKUR Á ÆXLISMYNDUN ? Ikjölfarþessararvitneskjuernauðsynlegt að velta því fyrir sér hvemig frumur geta sýnt minnkaða tjáningu á E-cadheríni? Hugsanlegt svar við þessari spumingu er að erfðafræðilegar breytingar hafí átt sér stað á því geni sem tjáir fyrirE-cadherín. Árið 1991 var því fyrst haldið fram að genið sem tjáir fyrir E- cadherín teldist til svokallaðra æxlisbæligena (tumor suppressor gene) (33). Afurðir æxlisbæligena bæla æxlissvipgerð. Þessibæligenhafaþað sameiginlegt að tilþessað æxligetimyndastþurfabáðarsamsætur gensins að vera gallaðar eða óvirkar (34). Langflestar æxlisbæligenakenningar gera þó ráð fyrir því að um tap á arfblendni þeirra sé að ræða, þar sem fyrir er gölluð eða óvirk samsæta gensins (24). Nýlega var sýnt fram á tap á arfblendni á langa armi á litningi 16 í nokkrum æxlistegundum. Við nánari skoðun kom í ljós að þessar breytingar voru einmitt á því litningasvæði sem tjáir fyrir E-cadheríni (33). Til staðfestingar þessu kom fram í rannsókn á síðasta ári á 79 brjóstakrabbameinsæxlum að 57% þeirra sýndu tap á arfblendni á ofannefndu litningasvæði (35). Þessar niðurstöður styrkja vissulega þær hugmyndir sem segja að minnkuð E-cadherín tjáning í frumuhimnum auki líkurnar á æxlismyndun. LOKAORÐ Rannsókniráundanförnum 5 árum hafa vissulega rennt stoðum undirþá kenningu að E-cadherín gegni mikilvægu hlutverki í myndun meinvarpa en ekki má gleyma því að fjölmargir aðrir þættir skipta máli í umbreytingu venjulegrar þekjufrumu í meinvarpamyndandi æxlisfrumu (mynd 6). Ljóst er afþví semkomið hefurfram íþessari grein að óeðlileg E-cadherín tjáning getur haft áhrif á öllum stigum þessarar umbreytingar. Án þess að gera lítið úr öðrum þáttum á mynd 5, þá virðist líklegt að áhugi fyrir rannsóknum á E- cadherínum fari vaxandi á næstu árum. Þessar rannsóknir munu væntanlega leiða í ljós hvað veldur þessari óeðlilegu tjáningu E-cadherínaí frumuhimnu annars vegar og í litningum hins vegar og vonandi skýrast þá hver tengslin eru þarna á milli. Þrátt fyrir miklar framfarir í rannsóknum á meinvarpaferlinu á undanfömum tveimur áratugum virðist enn vera langt í land með hugsanlega lækningu. Verðugt takmark í krabbameinslækningum er þó að geta spáð fyrir um eða komið í veg fyrir myndun meinvarpa og er gildi þess óumdeilanlegt. Með tilkomu aukinnar þekkingar á E-cadheríni hefur vonarglæta birst um lausn þessa vanda en aðeins komandi rannsóknir á þessu efni munu leiða “sannleikann” í ljós. 0 Þakkir. Dr. Helgu M. Ögmundsdóttur em færðar kærar þakkir fyrir lærdómsríka leiðsögn við ritun þessarar greinar. HEIMILDIR 1. Kohn EC, Liotta LA. Local invasion and metastasis. Comprehensive textbook of oncology, volurne one, second edition; Baltimore, Williams &Wilkins 1991: 131-137. 2. Liotta LA, Stetler-Stevenson WG. Principles of molecular cell biology of cancer: Cancer metastasis. Cancer: Principles & practice of oncology, fourth edition, Philadelphia: Lippincott co.1993: 134-149. 3. Liotta LA. Cancer cell invasion and metastasis. Scientifíc American Medicine, Special issue 1993; 4: 142-150. 4. Gabbert HE. In vivo observations on tumor invasion. Cancer metastasis, Berlin Heidelberg; Springer- Verlag 1989: 55-67. 30 LÆKNANEMINN 1 1994 47. árg.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.