Læknaneminn - 01.04.1994, Blaðsíða 172
íþróttaiðkun þó alltaf í blóma!
Mun ég ekki eyða frumskógapappír hér í nánast
þarflaust orðagjálfur. Eigi heldur telja upp hverra
manna hinir ötulu sigurvegarar síðasta íþróttaárs eru.
Hins vegar, hafíð'i heyrt brandarann um rúsínuna í
hafragrautnum sem fór..Nei, eflaust ekki og eflaust
viljið'i ekki heyr'ann.
A heildina litið: Haldin voru 5 mót,
utanhúsfótbolti, skákmót einstaklinga, körfubolti,
innanhúsfótbolti og skákmót sveita. I öllu þessu var
gætt ýtrasta aðhalds í fjármálum og engir jeppar
keyptir. Eini kostnaðurinn fólst í leigu á gervigrasvelli
Laugardals í tvær og hálfa klukkustund í byrjun
nóvember 1992 og kostaði það Félagið rúmar 10.000
krónur. Nota Bene: Yngri árgangar deildarinnar
stóðu sig - þrátt fyrir aukinheldur strembnari lestur-
allmiklu betur en þeir eldri.
Boðskapur þessa párs er: Æfist ykkur öllum vel
í vetur, hafið ávallt kröftugan baráttuanda í sálu, látið
aldrei deigan síga og verið glöð!!!
Sjáumst!
f.h. íþróttanefndar,
Halldóra Kristín Þórarinsdóttir
fráfarandi formaður nefndarinnar.
SKÝRSLA FRÆÐSLUNEFNDAR
Heiðruðu lælmanemar!
Störf Fræðslunefndar F.L. felast í því að halda
fræðslufundi og sjá um fræðabúr. Fundir í nefndinni
voru haldnir vikulega og var mætingin þar býsna góð
eins og reyndar á aðra fundi sem nefndin stóð að!
í vetur voru haldnir 6 fræðslufundir. Fyrst er að
nefna hópslysaæfinguna en hópslysanefnd hóf
undirbúning hennar. Æfingin var haldin þ. 21
nóvember '92 og var dagskráin tvískipt. Fyrirhádegi
voru fyrirlestrar um hópslys, störf á slysstað, viðbúnað
á sjúkrahúsum og skipulag almannavarna.
Fyrirlesarar voru Hafþór Jónsson aðalfulltrúi
almannavarna ríkisins, Jón Baldursson sérfr. í
bráðalækningum og Svanlaug Skúladóttir deildarstj.
á slysadeild. Eftir hádegi var haldin verkleg æfíng í
djúpum læknagarðs, þ,e, í kjallara og á 1. hæð hússins.
Nína Hjaltadóttir frá slysavarnarfélaginu sá um að
meðhöndla 2. árs nema sem tóku hamskiptum og léku
fórnarlömbjarðskjálftaafmikilli snilld. Æfíngin fór
vel fram og stóðu læknanemar sig með prýði, en alls
mættu 71 til leiks.
Þávíkur sögunni til hefðbundnari funda. Sigurður
Amason sérfr. í krabbameinslækningum reið á vaðið
með fund erbar heitið Líkn eða lækning, þar sem m.a.
varfjallaðum verkjameðferðkrabbameinssjúklinga.
Fundurinn var haldinn 21 .október og komu 47 manns.
20. janúarhélt Lára Halla Maack sérfr. í geðlæknisfræði
fy rirlestur um sj úklega afbrýðissemi, þar var sérlega
góð mæting eða 61. Torfí Magnússon sérfræðingur í
heila og taugasjúkdómum hélt fyrirlestur um
hciladauða og dauðadá þann 16. febrúar og sóttu
hann 38 manns. Þann 8. mars fræddi Þórarinn
Tyrfíngsson yfírlæknir SAA okkur um hugmyndir
bak við meðferð hjá SÁÁ. Þar hlustuðu 26
læknanemar. Að lokum var þann 21 september
fræðslufundur um bráðalækningar og sérnám í
bráðalækningum fluttur af Jóni Baldurssyni sérfr. í
bráðalækningum. Þann fund sóttu 28 manns.
Allt í allt má segja að 271 hafí lagt leið sína í
Læknagarð á fræðslufundina. Hlutfall kynja á þeim
var nokkuð jafnt (1.19 kona á hvern karlmann!).
Af fræðabúrinu er það að frétta að það var flutt niður
ífélagsherbergiF.l.á 1. hæð Læknagarðs. Þarerm.a.
að finna nýja verklega fundarbók sem glugga má í ef
einhver hefur áhuga! Einnig eru 2 möppur með
Meinvörpum undanfarinna ára. Þá var byrjað á því
verki að safna Læknanemanum til innbindingar og
sótt um styrk til þess verks. Nokkrum prófum var
bætt í safn fræðabúrsins. Einnig voru rammar hengdir
upp í félagsherbergið með svipmyndum frá
afmælishátíð F.L og hópslysaæfingunni.
Eg þakka samstarfsmönnum í nefndinni fyrir vel
unnin störf og læknanemum fyrir góðar undirtektir.
Margrét Valdimarsdóttir
SKÝRSLA RÁÐNINGASTJÓRA
Árið sem er að líða var óvenjugott frá bæj ardyrum
ráðningakerfísins séð. Deilumál voru fá sem engin og
þokkalegur friður um stöðuveitingar.
Þó verður að játast að 4.árs nemar fengu mjög fáar
stöður í sinn hlut miðað við það sem verið hefur, yfír
sumarmánuðina. Það var samt ekki vegna þess að
stöður væru svo fáar. Þeim fjölgaði þvert á móti
158
LÆKNANEMINN 1 1994 47. árg.