Læknaneminn - 01.04.1994, Blaðsíða 115

Læknaneminn - 01.04.1994, Blaðsíða 115
keðjunni, óháð erfðalegri þýðingu þeirra. Þetta kort má setja fram með mismikilli „upplausn“ (þ.e. nákvæmni); með minnstu upplausn sýnir það bandmynstur á litnisþráðunum, en með mestu upplausn sýnir það bókstaflega hina raunverulegu kirnaröð í viðkomandi geni. ERFÐAVERKFRÆÐI Framfarir í gentækni byggjast að verulegu leyti á því, að fundin hafa verið enzým eða hvatar, sem gera kleift að kljúfa gen út úr DNA keðju hvaða lífveru sem er, breyta þeim og tengja inn í aðrar keðjur. Þessi enzým eru eins konar „skæri“ og „lím“, sem nota má til þess að „leika sér“ með gen á óteljandi vegu, með því að klippa þau í sundur, endurtengja og setja inn í aðrar lífverur og breyta þannig eiginleikum þeirra. Sú þekking, sem HUGO áætlunin og aðrar hliðstæðar áætlanir, bæði varðandi menn, dýr, plöntur og örverur, munu færa okkur, býður þannig upp á ýmsa möguleika fyrir gena- eða erfðaverkfræði. NOTKUN GENTÆKNI Gentækni er notuð á ýmsum sviðum, og má þar nefna landbúnað, umhverfisvemd, iðnað, lyijaiðnað og læknisfræði. Einnig hefur hún verið notuð í afbrotafræði, eins og vel er þekkt, og í ýmiss konar fræðilegum rannsóknum. Þannig hafa rannsóknir á erfðamengi mannsins þýðingu í mannfræði, málfræði og fornleifafræði, og geta (í tengslum við rannsóknir á genum annarra tegunda) einnig varpað ljósi á þróunarsöguna og kenningar um þróun lífsins. LANDBÚNAÐUR Unnt hefur verið að setja utanaðkomandi gen í plöntur og tré og stjórna því hvar og hvenær þessi gen tjá sig í viðkomandi plöntu eða tré. Sem dæmi má nefna tómata, sem mygla síður en „venjulegir“ tómatar. Unnt hefur verið að stjóma etýlenframleiðslu i þeim með gentækni, þannig að hún er minni en í venjulegum tómötum, en það er etýlen, sem orsakar myglu í grænmeti. Einnig hefur verið kleift að gera plöntur harðgerari gegn skordýraeitri, bakteríum, skordýmm, kulda og frosti eða meó breyttu sykur- fitu- eða próteininnihaldi. Erfðakort yfir ýmsar trjátegundir eru langt á veg komin, sem auðvelda tegundagreiningu og ræktun tegunda með sérstökum eiginleikum. Menn hafa einnig gert sér far um að kortleggja erfðir ýmissa dýrategunda, bæði til þess að fá betri ff æðilegan skilning á samspilinu á milli erfða, starfsemi frumna og umhverfis og til þess að stuðla að hagkvæmari landbúnaðarframleiðslu. Þettahefurverið reynt t.d. með því að rannsaka, hvernig erfðir hafa áhrif á ónæmi dýra gegn ýmsum sjúkdómum og hvemig unnt er að örva vöxt og mjólkurframleiðslu dýra. Þannig gæti vaknað sá möguleiki, að flytja gen, er orsakar ónæmi í nautgripategund gegn hættulegri sýkingu, yflr í aðra nautgripategund. Einnig má velta því fyrir sér, hvort unnt sé að einangra og flytja gen, er valda hraðari vexti t.d. svína, yfir í ákveðna svínastofna. Gentækni hefur einnig verið beitt að einhverju marki í fiskeldi. Vísindamenn eru yfirleitt sammála um það, að unnt sé að skapa „betri“ dýr með gentækni, þótt nota verði þessa tækni hér, eins og annars staðar, með ítrustu varúð. Loks má nefna, að hugsanlegt er að koma mannlegum genum í t.d. svín, þannig að svínakjöt fái ákveðna eiginleika. Siðferðileg vandamál hér eru ef til vill ekki eins mörg og víða annars staðar. En það kann t.d. að vekja ógeð hjá mörgum að setja mannleg gen í húsdýr, jafnvel þótt gen sé í sjálfu sér ekkert annað en ákveðin sameind, sem er mna níturbasa. Einnig kemur hér við sögu sjónarmiðið að ekki megi afmá mörk á milli náttúrulegra tegunda. Sömuleiðis vakna hér ýmis umhverfisvandamál, þar sem hugsast getur að erfðabreyttar lífvemr komi til með að fjölga sér úti í umhverfmu án þess að mannshöndin geti stjórnað því. A hinn bóginn eru kostir þessarar tækni í mörgum tilvikum ótvíræðir, og hún getur haft gífurlega efnahagslega þýðingu. UMHVERFISVERND A síðari árum hefur líftækni verió notuð í auknum mæli til þess að hreinsaýmis eiturefni og úrgang, sem er að fmna í náttúrunni af ýmsum ástæðum. Einn helsti kostur lífrænna hreinsunaraðferða er talinn sá, að þær eru mun ódýrari en t.d. efnafræðilegar eða brennsluaðferðir. Slíkmeðhöndlunerkölluð„lífrænar endurbætur" (bioremediation). Notaðar eru örverur, t.d. gersveppir og aðrar sveppategundir, en þó einkum bakteríur, sem geta ummyndað ýmis hættuleg efnasambönd í óskaðleg, eins og koldíoxíð eða vatn. LÆKNANEMINN 1 1994 47. árg. 105
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.