Læknaneminn - 01.04.1994, Blaðsíða 146
Mynd 1. Smásjármyndafþvagsýnifrá sjúklingimeð
alvarlega etýlenglýkóleitrun. Aflangir oxalat-
kristallar fyrir miðri mynd.
Almenn blóðrannsókn hefur sjaldnast þýðingu við
greiningu eitrunartilfella nema hugsanlega við rauðalos
(hemolysis). Sölt (elektrólýta) er þarflaust að mæla
nema saga og skoðun veki grun um, að þau séu
óeðlileg. Kreatínkínasi (CK) getur reynst hækkaður
við skemmdir á rákóttum vöðvum (rhabdomyolysis),
sem geta m.a. verið fylgikvillar kókaíneitrunar.
Algengara er þó að finna slík merki um niðurbrot
vöðva hjá fólki, sem legið hefur lengi hrey fingarlaust,
eins og getur komið fyrir við rænuleysi eða slys auk
ýmissaeitrana. Við smásjárskoðun áþvagi má greina
oxalatkristalla (mynd 1) í nær öllum tilfellum
etýlenglýkóleitrunar.
Röntgenmynd þarf að taka af lungum, þegar grunur
er um ásvelgingu eða lungnabjúg af völdum eitrunar
enhiðsíðarnefndageturt.d.hlotistafsalisýlsýrueitrun.
A röntgenyfirliti af kviðarholi má stundum greina
töflur, t.d. sýruhjúpstöflur en í reynd er sjaldnast
gagn að þessari rannsókn.
Lyfjamœlingar
Víðtæk og ósértæk lyfjaleit í blóði eða þvagi
sjúklings á fremur sjaldan rétt á sér. Helst kemur hún
til greina, þegar sjúklingurinn er rænulaus og
sjúkrasaga og skoðun gefa litlar vísbendingar um
orsakir. Oftast er gagnlegra að mæla styrk tiltekinna
lyfja í blóði, sem hægt er fá niðurstöður um á skömmum
tíma, og þegar þær geta haft áhrif á meðferð.
Parasetamól og salisýlsýra eru dæmi um slík lyf, auk
þess sem þau brjóta sex klukkustunda regluna, sem
áður er getið. Mælingar á þessum tveim efnum ætti
því alltaf að gera, þegar minnsti grunur leikur á um
inntöku (6).
Parasetamól á sér mótefni, sem erN-asetýlsýstein
(Mucomyst®). Bestur árangurnæst með því að hefja
gjöf þess innan 15 klst. frá inntöku en þó kemur hún
að gagni innan eins sólarhrings og líklega, þótt síðar
sé. Ef sjúkrasaga bendir til þess, að sjúklingur hafi
tekið meira en 140 mg/kg af lyfinu, er
mótefnismeðferðin hafm strax. Best er að gera mælingu
4 klst. eftir inntöku og bera niðurstöðuna saman við
sérstakt venslarit (Rummack nomogram), sem gefur
vísbendingu um, hvort eitrun erhættuleg eða ekki. Að
jafnaði er ástæðulaust að mæla fyrr en þessar 4 klst.
eru liðnar frá töku lyfsins. Sé niðurstaða mælingarinnar
yfir hættumörkum, er meðferð haldið áfram eða hún
hafin en sé mælingin undir mörkunum, má hætta
meðferð. Þarflaust er að endurtaka mælinguna, nema
vafi leiki á um tímasetningu inntökunnar.
Hafí sjúklingur einkenni um salisýlsýrueitrun, er
meðferð hafin strax. Sértækbráðameðferð felst m.a. í
því að basa (alkalinize) þvag með gjöf
natríumbíkarbónats í æð. Styrk efnisins er best að
mæla í blóði 6 klukkustundum eftir inntöku og bera
saman við annað venslarit (Done nomogram). I þessu
tilfelli eru mælingar endurteknar reglulega og meðferð
haldið áfram, þar til styrkurinn er kominn niður fyrir
hættumörk.
Dæmi um önnur lyf, sem gagnlegt er að mæla i
blóði, þegar grunur leikur á um eitrun af þeirra
völdum, eru dígoxín, þeófýllamín, fenýtóín,
karbamasepín, litíum og jám. Etanól ætti alltaf að
mæla, þegar hætta er talin á alvarlegri áfengiseitmn
eða þegar vafí leikur á um orsakir rænuleysis. Önnur
alkóhól, svo sem ísóprópanól, metanól eða
etýlenglýkól, geturreynstnauðsynlegtað mæla, entil
þess þarf að leita til Rannsóknastofu Háskólans í
lyfjafræði.
HREINSUN
Hugtakið „hreinsun“ (decontamination) verður
notað hér um allar aðferðir til að fjarlægja eitruð efni
frá ikomustað og draga úr frásogi þeirra. Stuttlega
verður rætt um húð og augu í þessu sambandi, en
aðallega um meltingarveg.
Húð
Talið er að eitt af hverjum Ijórum efnum, sem
132
LÆKNANEMINN I 1994 47. árg.