Læknaneminn - 01.04.1994, Blaðsíða 91
Mynd 1. Staðsetning og leiðni verkja vegna kransœðasjúdóma.
Verkurinn byrjar oftast fremur hægt en fer jafnt
og þétt versnandi, og sjúklingar með fyrri sögu um
kransæðasjúkdómaeruoftbúnirað taka nítróglýcerín
án árangurs.
Sjúklingar með bráða kransæðastíflu eru gjarnan
sárþjáðir og kaldsveittir við komu á bráðamóttöku.
Andþyngsli og mæði vegna hjartabilunar í kjölfar
kransæðastíflunnar eru algeng og sömuleiðis vagal
erting með uppköstum.
Við greiningu þessa sjúkdóms þarf eins og alltaf
að hafa í huga fyrri sögu. Algengt er að sjúklingar með
kransæðastíflu hafi haft hjartaöng áður og jafnvel
fengið kransæðastíflu. Aldursjúklingshefurlíkasitt
að segja við greininguna, en yfirleitt er þetta sjúkdómur
miðaldra og eldra fólks. Spyrja þarf urn áhættuþætti
eins og háþrýsting, blóðfítu og reykingar en meðal
reykingamanna byrjar sjúkdómurinn að jafnaði 10
árum fyrr en hjá þeim sem ekki reykja.
I-B. Hjartaöng (Angina pectoris)
Staðsetning verks við hjartaöng er mjög svipuð og
við kransæðastíflu, það er miðlægur verkur undir
bringubeini eða þvert yfir brjóstið, oft meira vinstra
megin. Verkinn leiðiroft út í handleggi,
oftar þó í vinstri handlegg ölnarlægt og
sömuleiðis upp í háls og kjálka og
stundum milli herðablaða (mynd 1).
Verkurinn er yfirleitt dreifður og
sjúklingurnotarlófann eðahendinatil að
staðsetja hann alveg eins og við
kransæðastíflu. Sérkenni hans eru oft
samaeðlisogverkirvegnakransæðastíflu
en vægari. Fyrst og fremst sviði,
misjafnlega sár, oft þrýstingur eða
herpingurog andþyngsli fylgjaoft. Það
sem er hins vegar dæmigert fyrir
hj artaöng eru tengslin við áreynslu, bæði
líkamlega og andlega. Sjúklingar fá
verkinn meðan á áreynslu stendur og
hann hverfur á 10-15 mínútum við hvíld.
Oft eru einkennin verst við fyrstu
áreynslu á morgnana eða í upphafí
annarrar áreynslu. Einkenni erugjarnan
verri eftirþungar máltíðir, og í íslenskri
veðráttu er það mjög áberandi hve vindur
og kuldi hafa slæm áhrif og framkalla
gjarnan hjartaöng hjá sjúklingum.
Dæmigert erhversu vel nítróglýcerín slær á hjartaöng
og getur það oft hjálpað við greininguna.
H vikul hjartaöng (angina pectoris instabilis) hefur
verið skilgreind sem breytileg eða versnandi hjartaöng
og hefur verri horfur í för með sér, enda táknar
breyting á einkennum óstöðugt ástand. Verkir korna
þá af mun rninna tilefni en venjulega og geta jafnvel
komið i hvíld. Staðsetning og sérkenni þessara verkja
er þó svipuð eins og við áreynsluangina og áhrif
nitroglycerins þau sömu.
Næturöng er einnig sérstakt form af hjartaöng,
sem eins og nafnið bendir til kemur að nóttu til.
Yfirleitt eru þetta sjúklingar með slæma
áreynslubundna hjartaöng, en þess eru þó dæmi að
sjúklingar fái fyrst og fremst næturverki. Gróft tekið
má skipta næturöng í tvo undirflokka. Annars vegar
angina sem kemur fljótlega eftir að sjúklingur leggst
til hvíldar og getur bent til hjartabilunar og lagast
verkurinn oft við það að setjast fram á rúmstokkinn.
Hins vegar er það hjartaöng sem kemur síðari hluta
nætur þegar sjúklingur byrjar að vakna af djúpum
nætursvefni.
Til er sérstök tegund hjartaangar (Prinzmetal-
angina), sem kennd er við bandarískan lækni að nafni
LÆKNANEMINN 1 1994 47. árg.
81