Læknaneminn - 01.04.1994, Blaðsíða 145

Læknaneminn - 01.04.1994, Blaðsíða 145
og fullorðnir leiðast frekar út í viljandi inntöku, nota oft fleiri efni en eitt, gjarnan bæði lyfog áfengi. Þetta kom glöggt fram í rannsókn á mælingum í blóði 104 sjúklinga á bráðamóttöku Borgarspítala (4). Rannsóknin náði tii sjúklinga eldri en 12 ára á 6 mánaðatímabili 1983-84. Reyndust56hafaetanólí blóði en bensódíasepín fundust hjá 48 sjúklingum. Fæm höfðu tekið geðdeyfðarlyfeða 17 enparasetamól mældist hjá 6. Til að fá upplýsingar um, hvaða lyf eða efni var tekið og hve stór skammturinn kann að hafa verið, getur þurft að fínna lyfjaílát og áætla, hve mikið vantar í þau. Samsett lyf ber að athuga sérstaklega því að algengt er að eitt eða fleiri lyf úr þeim valdi eitrunum. Dæmi um þetta eru samsetningar parasetamóls og annarra verkjalyíja, s.s. kódeins. Mikilvægt er að komast að því, hversu langt er liðið frá inntöku og hvort sjúklingurinn hefur haft einver einkenni um eiturverkun. Slík einkenni koma fram innan 6 klukkustunda frá inntöku fyrir nær öll lyf, sem valda alvarlegum eitrunum. Mikilvægar undantekningar eru parasetamól og salisýlsýrusambönd. Þetta er stundum kallað „sex tíma reglan“ og kemur hún oft að gagni við ákvarðanir um meðferð en gildir ekki alltaf um önnur efni en lyf (1). Skoðun Hér verður aðeins getið nokkurra þeirra atriða, sem skipta mestu máli við skoðun en að sjálfsögðu ber að skoða sjúklinginn vandlega að öðru leyti og gefa gaum að öllu óeðlilegu. Meðvitund þarfað athuga vel, tal, áttun á sjálfí, stað og stund. Til að fá staðlaðar upplýsingarum meðvitund, hentar vel að nota einfaldan kvarða eins og AMSE (Abbreviated Mental Status Examination). Prófuð er áttun sjúklingsins á stað og stund, geta til að draga frá á einfaldan hátt, þekkja tvo algenga hluti (til dæmis penna og úr) og fylgja einföldum, þriggja liða fyrirmælum. Gefín eru allt að 10 stig fyrir. Þessi einfaldi kvarði getur hj álpað við ákvarðanirummeðferð, eins ogsíðarverðurgetið (5). „Glasgow Coma Scale“ (GCS) hentar vel að nota við höfuðáverka en er ekki eins gagnlegur við eitranir. Lífsmörk á að taka hjá öllum sjúklingum við bráðamóttöku og á það ekki síst við um þá, sem orðið hafaíyrireitrun(2). Til lífsmarkateljastöndunartíðni, púlshraði, blóðþrýstingurog líkamshiti. Hjartarafsjá er nauðsynleg til að greina hjartsláttartruflanir og gagnleg til að fylgjast með hjartsláttarhraða. Sjáöldur geta víkkað eða þrengst óeðlilega fyrir áhrif ýmissa efna. Þau halda þó venjulega áfram að bregðast við ljósi þrátt fyrireitranir. Oeðlilegvíkkun (mydriasis) getur bent til andkólínvirkra áhrifa, s.s. vegna þríhringja geðdeyfðarlyQa, eða adrenvirkra áhrifa, s.s. vegna kókaín- eða amfetamíneitrunar. Sjáöldur geta t.d. þrengst óeðlilega (miosis) við ofskömmtun ópíumlíkra lyQa. Taugakerfí þarf að öðm leyti að skoða vel í leit að brottfallseinkennum og skiptir það meðal annars máli við aðgreiningu. Með þessum einföldu greiningaraðferðum má oft greina vægar eitranir frá alvarlegum. Til dæmis eru litlar líkur á alvarlegri eitrun af völdum andkólínergra efna hjá sjúklingi með eðlilegan hjartsláttarhraða. Einkennalítill sjúklingur með rænu (AMSE 7 eða hærra) og eðlileg lífsmörk telst hafa orðið fyrir vægri eitrun. Verður notast við þá skilgreiningu í þessari grein með fyrirvara um lyf, sem brjóta sex tíma regluna og þau, sem kunna að frásogast óvenjulega seint, s.s. vegna seinkaðrar magatæmingar. Rannsóknir Eindregið er hvatt til markvissrar notkunar rannsóknaþjónustu. Best er að leggja áherslu á þær rannsóknir, sem gagnast við að ákveða meðferð. Mælingar á blóðsýnum, sem niðurstaða fæst ekki úr fyrr en daginn eftir, hafa t.d. sj aldnast þýðingu í þessu skyni. Hjartalínurit (EKG) er dæmi um rannsókn, sem hægt er að beita markvisst og fá niðurstöðu úr strax. Þetta kemur t.d. að gagni við eitranir af völdum þríhringja geðdeyfðarlylja, þar sem m.a. þarf að athuga, hvort QT-bil sé óeðlilega langt eða QRS-samstæður óeðlilega gleiðar. Þá má nefna beta blokkara, sem valda gjarnan hægagangi (bradycardiu) og jafnvel fyrsta stigs leiðsluhindrun (block) milli forhólfa og slegla. Niðurstöður mælinga á slagæðablóðgösum er yfirleitt hægt að fá fljótlega, þar sem slíks er kostur á annað borð. Hins vegar er ekki ástæða til að taka slagæðarblóðsýni úr nærri öllum sjúklingum, sem orðið hafa fyrir eitrun. Helsta ábendingin er grunur um sýringu (acidosis), en hún getur t.d. hlotist af salisýlsýrusamböndum, etýlenglýkóli eða metanóli. Einnig er rétt að mæla slagæðablóðgös ásamt karboxýhemóglóbíni, þegar grunur leikur á, að kolmónoxíðeitrun sé á ferðinni. LÆKNANEMINN 1 1994 47. árg. 131
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.