Læknaneminn - 01.04.1994, Blaðsíða 41
SOGULEGT YFIRLIT (11)
íslensk tunga er ijölskrúðug og þar eru orð unt
verki1 og kvöl2 engin undantekning. I eftirfarandi
skrifum hef ég samt valið að nota orðið verk um það að
fínna til en orð eins og sársauki eða kvöl eru hér
samheiti þess. Orðið verkur er norrænt að uppruna og
á sér því skyld orð í öðrum málum norrænum og þýða
sársauki, takeðakvöl. Sumirtelja orðið skylt latneska
orðinu vergere sem þýðir að beygjast eða verpast. Ef
horft er til enskrar tungu þá er orðið pain komið af
latneska orðinupoena sem þýðir refsing, enda var til
forna oft litið á verki sem refsingu frá guðunum. Enn
eimir eftir afþessari forneskju því ekki er óalgengt að
hitta fólk sem líturá verki sem óhjákvæmilegan hluta
krabbameina, - að ekki sé minnst á poppaða trúarhópa
sem dirfast enn að kenna að sjúkdómar og verkir séu
refsing frá Guði komin.
Frá örófí alda hafa menn átt við verki að glíma og
tökin á hverjum tíma verið blanda læknisþekkingar
samtímans og trúarbragða. Þannig voru í Egiftandi til
forna reistir litlir pýramiðar til verkjameðferðar. Og
prestar sem aðrir hafa allt frani á þennan dag þulið
bænir, sungið (með nokkrum árangri!) (12) og romsað
yfír sjúklingum í þeim tilgangi að stilla kvalir.
Nútímalæknarhafa tilhneigingu til að líta slíka meðferð
hornauga en þegar grannt er skoðað þá er hér um að
Tafla 1. Ástæður ófullnægjandi verkjameðferðar.
Mynd 1. Ópíumvalmúinn er brúklegur ti'l margs.
ræða aðferðir sem eiga ýmislegt sameiginlegt með
hugleiðslu- og slökunaraðferðum nútímans og skipa
slikar aðferðir vissulega sess
í nútímaverkjameðferð.
Um það bil 2600 árum
fyrir Krist lýstu Kínverjar
fyrst yin og yang, - tveimur
gagnstæðum en fast
samtengdum öflum sem dæla
lifsorkunni (chi) um net 14
æða eða ganga en hver æð
tengist mikilvægu líffæri eða
líkams- og sálarstarfsemi.
Ojafnvægi í streymi
lífsorkunnar um þetta kerfí
var talin orsök verkja og
nálarstungur í ákveðna
punkta yfír þessum göngurn
stefnir að því að konta á
jafnvægi aftur og þar með
Hvað Hverjir Hvers konar (dæmi)
Fordómar Læknar, hjúkrunarfræðingar, sjúklingur og ættingjar almenningur “Verkjalyf eru hættuleg” “Verkjalyf duga bara skamman tíma” "Sjúklingar verða háðir lyfjunum”
Þekkingarskortur Læknar, hjúkrunarfræðingar Lyf gefin eftir þorfum (“P.N.”). * Þolmyndun óviðráðanleg. Otti við fíkn. Ofullnægjandi skammtar Of staölaðir skammtar. Hjáverkanir óviðráðanlegar
Skriffinnska Skriffinnar, stjórnvold. Eyöublaðafjold Hámarksskammtar. Rong skráning (“kódein er hóstalyf”) '
* Skammstofun latnesk og merkir per neœssitatem sem útleggst "eftir þorfum” eöa "þegar naubsyn krefur’
" Þetta mun breytast á næstunni (feb. '94) samkvæmt upplýsingum úr Heilbrigöismálarábuneytinu.
‘Kveisa, sársauki, stingur, tilkenning, böl.
2 Bágindi, harmkvœli, kvalrœði, nauð, óhœgindi, pína, pisl, sársauki, þraut.
LÆKNANEMINN 1 1994 47. árg.
35