Læknaneminn - 01.04.1994, Blaðsíða 86
EES-S AMNIN GURINN
Áhrif hans á námstækifæri íslenskra
lækna og læknanema
Engilbert Sigurðsson1
Sveinn Magnússon2
ÞAÐ ERKUNNARA enfráþurfiaðsegjaaðhinn
1. janúar 1994 gekk samningurinn um hið evrópska
efnahagssvæði (EES) í gildi eftir nokkrar
fæðingarhríðir. Þar með varð til umfangsmesta
efnahagsheild veraldar. Svæðið samanstendur af
hinum 12 aðildarríkjum Evrópubandalagsins ásamt 5
af 7 EFTA ríkjum (Sviss og Liechtenstein standa
utan þess til að byrja með a.m.k.). Samningurinn átti
að taka gildi réttu ári fyrr en gildistökunni seinkaði
eftir að svissneska þjóðin hafnaði honum í
þjóðaratkvæðagreiðslu. Samningurinn tekur til fleiri
þátta en hins svonefnda fjórfrelsis sem flestir hafa
heyrt nefnt og felur í sér frjálsa vöruflutninga,
fólksflutninga, þj ónustustarfsemi og frj álsan flutning
á fjármagni um svæðið. í 78. grein segir að
samningsaðilar skuli efla og auka samvinnu á sviði
rannsókna og tækniþróunar, upplýsingaþjónustu,
umhverfismála, menntunar, þjálfunar og
æskulýðsmála, félagsmála, neytendavemdar, lítilla
og meðalstórra fyrirtækja, ferðamála, hljóð- og
myndmiðlunarogalmannavama. Samningurinnhefur
bein áhrif á möguleika til grunnmenntunar og
framhaldsmenntunar í læknisfræði fyrir íbúa á svæðinu
og ætlum við að reyna að gera þeim helstu skil í stuttu
máli. Hægt er að fá samninginn sjálfan og frekari
1Höfundur varformaður FÚL '92-'93 og starfar sem
deildarlœknir á geðdeild Borgarspítala.
2Höfundur er varaformaður LI og starfar sem lceknir
nð heilsugœslustöð Garðabœjar.
upplýsingar um hann og áhrif hans á námstækifæri
Islendinga í ráðuneytum utanríkis- og menntamála.
GAGNKVÆM VIÐURKENNING
PRÓFSKÍRTEINA
Samkvæmt 30. grein EES-samningsins verða
prófskírteini sem og önnur menntunar- og
löggildingarskírteini sex heilbrigðisstétta, þ.e. lækna,
hjúkrunarfræðinga, tannlækna, ljósmæðra,
lyfjafræðinga og dýralækna jafngild á öllu svæðinu
(1). Sama á við um réttindi sem einstaklingar öðlast
eftir a.m.k. þriggja ára nám á háskólastigi (t.d.
kennarar, verkfræðingar, lögfræðingar og
sálfræðingar).
EB-tilskipun ("Council Directive") 93/16 (EEC)
um réttindi lækna gildir á svæðinu frá gildistöku
samningsins (2). Leysir hún af hólmi tilskipanir nr.
86/457, 75/362 og 75/363 sem getið er í umfjöllun
Sveins um áhrif samningsins í ágústhefti Fréttabréfs
lækna 1992 (3). Tilskipunin á aðeins við um
ríkisborgara aðildarlanda samningsins og þau
prófskírteini sem gefín eru út af stofnunum sem
taldar eru upp í samningnum. Aðildarlönd eiga
j afnframt möguleika á að fá viðurkenningu á próf- og
löggildingarskírteinum eigin ríkisborgara fyrir
menntun sem fengin er í landi utan svæðisins. Sérstök
samþykkt er raunar um Island þar sem viðurkennd er
sérstaða þess vegna rýrra möguleika til framhaldsnáms
hér á landi. Þar kemur m. a. fram að viðurkenni íslensk
heilbrigðisyfírvöld réttindi frá þriðja landi (t.d.
76
LÆKNANEMINN 1 1994 47. árg.