Læknaneminn - 01.04.1994, Blaðsíða 59
Tafla 12. Bólgueyðandi gigtarlyf1 - 3 - nokkrar milliverkanir.
LYFJAFLOKKUR BEYGL/SALILYF
blóðþynningarlyf - efla þynningu
munnleg sykursýkislyf - efla verkun
barksterar - hætta eykst á
magabólgum/sárum
þvagsýrugigtarlyf (t.d. allopurinol) - minnka verkun
1 Skammstafað BEYGL (bólgueyðandi gigtarlyf) sem er þýðing á ensku skammstofuninni WSA/Ð(non-steroid-antiinflammatory-drug)
útskilnaðar (32). Ef velgja er til staðar þá er óvarlegt
að treysta frásogi morfíns sem og annarra lyfja og þá
geturþurft aðnota aðrarlyíjaleiðir' svo sem endaþarm
(33, 34).
Ef skjólstæðingurinn getur ekki tekið inn lyf um
munn eða endaþarm ber að nota stungulyf og er þá
best adgefalyfin undirhúð. Tilþess liggjaeftirfarandi
rök:
1) Örugg leið - flest lyf nýtast vel.
2) Einföld leið - ættingjar geta auðveldlega farið
hana.
3) Mörg lyf samtímis er unnt að gefa á þennan
hátt.
4) Flœkjur* 2 eru sjaldgœfarog alvarlegar flækjur
rnjög sjaldgæfar.
5) Þolmyndun kemur hœgarþegar morfín er gefíð
undir húð en við gjöf í æð.
Mikilvægt er að forðast óþarfa stungur. Einfaldast
erað setjanál (t.d. fiðrildisnál)undirhúðábrjóstvegg,
kvið eða annars staðarþar sem litlar líkur eru á að nálin
verði fyrir hnjaski. Svona nálar geta verið á staðnum
þartil bólgumerki koma í ljós en oftast þarf að skipta
um þærá 3-5 daga fresti (35). Lengja má tímann milli
nálaskipta með því að gefa hyaluronidasa (Wydase®
0,5 ml) annan hvern dag í nálina og draga þannig úr
líkum á þrota og bandvefsmyndun og þar með truflun
áfrásogi (36). Oftast erauðveltað kennaættingjum að
nota svona nálar.
Læknir eða hjúkrunarfræðingur undirbýr þá
lyfjagjafirnaren ættingjar sprauta. Þar með er unnt að
hjálpa skjólstæðingnum að vera heirna síðustu dagana,
eiga dýrmætan tíma með ástvinum og deyj a síðan þar
í faðmi fjölskyldunnar. Ef mikill
sogæðabjúgur er í húð eða um
minnkað gegnflæði um húð er að ræða
(t.d. vegna mikillar hjartabilunar)
getur stöku sinnum reynst
nauðsynlegt að gefa lyf í æð, en sú
leiðerofnotuð.
Dœlur
Til eru handhægar, lciljustórar
dælur sem unnt er að tengja við
fastanálar og dæla svo samtímis og
samfellt blöndu nokkurra lyíja allan
sólarhringinn. Þetta er oft kjörlausn
síðustu dagana og vikurnar, sérlega ef vafi leikur á
frásogi eftir öðrum lyljaleiðum (35).
UM HRYGGJARLEGGI
Mænuleggir eru nrikilvæg viðbót við aðra
verkjameðferðartækni þegar lyfjameðferð um munn
bregst. Þar gegna sérfræðingar í deyfíngum mjög
mikilvægu hlutverki, eins og í staðdeyfingum
sjúklinga yfírleitt. Talið er að að minnsta kosti 1 -5%
krabbameinssjúklinga með verki þurfi á hryggjarlegg
og/eða deyfíngu að halda, auk þess getur stórum hluta
ti 1 viðbótar gagnast aðferðimar. Það verður þvi aldrei
oftalið mikilvœgi þess að hafa devfingarsérfrœðing
með i ráðumþegarvenjuhundin verkiameðferð dugir
ekki. Best er að hafa sarnráð strax í upphafí, annars er
Mynd 11. Fiðrildisnál. Fiðrildisnál komin á
dæmigerðan stað (sjá texta og töflur 16 og 17).
'Um gjöf undir húð sjá mynd 11 og töflu 16. Sjá einnig sérlegan kafla um hiygjarleggi.
2E. : complications.
LÆKNANEMINN 1 1994 47. árg.
53