Læknaneminn - 01.04.1994, Blaðsíða 116
Hér vaknar þá möguleikinn að breyta eiginleikum
örveranna með gentækni, t.d. til að auka afköst þeirra
eða sérhæfmgu á ákveðin efnasambönd.
DNA sameindin hefur þá einstöku hæfíleika að
unnt er að fjölfalda hana í miklu magni og hún felur
í sér ákveðinn kóða. Þannig er t.d. hægt að „rnerkja"
hráolíu með stuttri DNA sameind, og eftir olíuslys er
hægt að hreinsa úr olíunni einstakar DNA sameindir
og sjá þannig, úr hvaða skipi olían kom.
Hér er siðferðilega vandamálið einkum það, hvort
einhverhætta stafi afþví að setja erfðabreyttar örverur
út i umhverfíð, en þetta verður að vega og meta í
hverju einstöku tilfelli með tilliti til áhættu og ábata.
IÐNAÐLR
Örverur, sem breytt hefurverið með gentækni, eru
notaðar í síauknum niæli í iðnaði, t.d. til framleiðslu á
ýmsumpróteinum (próteinverkfræði), i matvælaiðnaði
og efnaiðnaði. Þannig gæti verið unnt að flytja gen úr
bakteríum, sem hafa einhverja sérstaka eiginleika
svo sem þá að geta lifað og fjölgað sér við 100° C, eða
í 70% tólúenlausn, yfír í aðrar örverur eða lífverur.
Einnig má framleiða sérhæfð próteinsambönd með
genbreyttum örverum. Slíkar örverur má nota í
efnaiðnaði, t.d. til framleiðslu ýmissa enzýma, eins og
lípasa, sem bjóta niður fítu og eru notaðir í þ vottadufti.
Sem dæmi um óæskilega notkun gentækni í iðnaði
má nefna framleiðslu líffræðilegra vopna, t.d. með því
að setja gen sem stjórna myndun eiturefna eins og
eiturefna úrkólerubakteríum inn í bakteríu, sem lifír
eðlilega í þörmummannsins svo sem Escherichia coli.
Þau siðferðilegu álitamál, sem hér koma einkum
við sögu, eru í fyrsta lagi notkun líffræðilegra
uppgötvana í hagnaðarskyni, og veiting einkaleyfa
fyrir slíkar uppgötvanir, og í öðru lagi ákveðin
mengunarhætta vegna þess að erfðabreyttar örverur
eru notaðar við framleiðsluna.
LÆKNISFRÆÐI
Mikilvægustu not erfðatækni, og þau sem orka
helst tvímælis frá sjónarhóli siðfræðinnar, eru
sennilega innan læknavísindanna og vísindum
tengdum þeim. Hér má nefna lyfjaiðnaðinn,
sjúkdómsgreiningar, meðhöndlun sjúkdóma, forvarnir
gegn sjúkdómum, svokallaðar genalækningar(„gene
therapy“), rannsóknir á orsökum ýmissa sjúkdóma,
einkum erfðasjúkdóma, erfðagreiningu á fóstrum og
fósturvísum, fjölföldun (klónun) á einstaklingum og
margt fleira.
LYFJAIÐNAÐUR
Unnt er að framleiða lyfáýmsa vegu með gentækni,
og er sú framleiðsla tiltölulega ódýr. Gentækni hefur
einkum verið notuð við lyQaframleiðslu vegna þess að
mjög örðugt hefur reynst að framleiða próteinlyf úr
náttúrulegum efnum. Prótein verður til í frumum við
langa röð efnaskipta fyrir tilstilli erfðakóða í hverri
frumu, en hvertprótein hefur sína eigin uppbyggingu
og leysir eitt og ákveðið verkefni af höndum. Þannig
er unnt að ákvarða og framleiða prótein, sem gegnir
ákveðnu hlutverki. Örverur hafa lengi verið notaðar til
þess að framleiða ýmis lyf, t.d. fúkkalyf, og með
erfðaverkfræði má auka möguleika slíkrar framleiðslu
verulega. Þannig hafa gen sem stjórna
próteinframleiðslu spendýra verið sett inn í bakteríur,
t.d. Escherichia coli, sem síðan eru látnar fjölga sér
og framleiða þannig mikið magn ými ssa próteina með
tiltölulega lágum tilkostnaði. Sem dæmi um lyf, sem
framleidd eru á þennan hátt, má nefna interferon,
blóðstorknunarþátt VII1, interleukin, vaxtarhormón,
erythropoietin, insúlín og ýmis önnur mikilvæg lyf,
sem gjörbylt hafa meðferð á ýmsum sjúkdómum.
Erfðaverkfræði hefur verið notuð við framleiðslu á
ýmsum bóluefnum, eins og bóluefni gegn Hepatítis
B, og miklar rannsóknir hafa farið fram á möguleikum
þess að framleiða bóluefni gegn malaríu, alnæmi og
öðrum hættulegum sjúkdómum.
í Bandaríkjunum hefur tekist að ákvarða
efnasamsetningu kvefveirunnar, sem er byggð upp
samhverft úr þríhyrningum, er svipar til legókubba.
Tekisthefurað ákvarða, hvaðahluti formgerðarinnar
gerirveirunnikleiftaðvaldasjúkdómseinkennunum,
en það er prótein, senr veiran notar til þess að brjótast
inn í ákveðnar frumur í nefí og hálsi. Þetta prótein
myndar nokkurs konar holu, sem er svo þröng að
ónæmiskerfi okkar getur ekki þrengt sér inn í hana og
fylla hana upp. Með aðstoð töl vutækni hefur mönnum
tekist að sjá fyrir sér uppbyggingu holunnar og skrifa
upp nákvæma efnasamsetningu sameindar, sem gæti
passað nákvæmlega inn í holuna og stíflað hana. Ef
það tekst að framleiða þessa sameind, gæti hugsast að
unnt verði að fínna lyf gegn kvefí eftir nolckur ár.
Siðferðilegar hliðar þessara nota gentækninnar eru
að mörgu leyti svipaðar og varðandi annan iðnað. I
lyfjaiðnaði eru erfðabreyttarörverurnotaðartil þess að
106
LÆKNANEMINN 1 1994 47. árg.