Læknaneminn - 01.04.1994, Blaðsíða 142
þar kemur ekkert í staðinn fyrir þjálfun. Hafa þó í
huga að það nægir að brúnir falli vel saman og að sárið
grær líka á milli spora. Ef ákveðin landamerki eru á
skurðinum s.s. hak er oft auðveldast að byrja á að fá
slíkttil að falla rétt. í húð ernotað Ethilon, saumur sem
ekki eyðist (einnig oft notaður með í sinasaum). Af
saumum sem eyðast er helst notað Vicryl (hægt að
treysta að haldi í 1/2 mán.) og PDS (heldur í 6 vikur).
Rétt er að taka saurna úr andliti eftir 5-7 daga,
annarstaðar eftir 10-14 daga, getur þurft allt að 3
vikum (t.d. á "extensor" yfirborði liða).
Bitsár eru alltaf verulega menguð af munnflóru
viðkomandi og meginreglan er sú að sauma ekki slík
sár, setja á sýklalyf. Efsárin eru verulega gapandi og
líklegt að verulegt lýti verði af öri má freistast til að
draga brúnirnar laust saman með saumaskap eftir
góða hreinsun ef viðkomandi óskar þess, það væri
hinsvegar rangt að sauma eingöngu til að þóknast
fegurðarsmekk læknisins.
Sár í munnholi vilja oft líta fremur illa út meðan
þau eru fersk, mikil bólga umhverfís. Gróa hinsvegar
fljótt og vel í flestum tilfellum án þess að þau séu
saumuð. Því í lagi að sitja á sérnema að gapi því meira
eða að útlit sé fyrir að flipar falli ekki eðlilega. Þá
oftast rétt að sauma í djúpið með t.d. Vicryl. Skurðir
sem ganga gegnum varalínu er rétt (af útlitsástæðum)
að sauma þannig að línan falli eðlilega.
UMBÚÐIR
Umbúðir geta verið mjög mismunandi, allt frá
plástri yfir í gips. Því nauðsynlegt að gera sér grein
fyrir til hvers þær eru lagðar. Markmiðið oft það að
loka tiltölulega hreint og þurrt sár frá óhreinindum,
halda jöfnum hita á því og draga úr líkum á
utanaðkomandiáverkumáþað. Fremurþunnarsterilar
umbúðir ættu að duga. 1 öðrum tilfellum getur verið
um töluverðar blæðingar að ræða sem venjulegur
saumaskapur dugði ekki á. Getur þá verið rétt að
leggja þrýstingsumbúðir (þykkari vöndul að grisjum
vafinn með teygjubindi) a.m.k. fyrsta sólarhringinn.
Ef búast má við að sárið vessi verulega þarf umbúðir
til að taka við því. Einnig þarf að minnka líkur á að
umbúðir festist í sárinu (t.d. feitar grisjur eða rakar
saltvatnsgrisjur). Ef sár liggja yfir liðum þannig að
það togi verulega í sauma eða húðin af öðrum ástæðum
er léleg er oft þörf á að immobilisera liðinn t.d. í gipsi
meðan sárið grær. Þegarum dýpri skaðahefur verið að
ræða s.s. sinaslit er ekki nóg bara að sauma sinina og
húðina heldur þarf að meðhöndla í gipsi í mun lengri
tímaenþaðtekurhúðinaaðgróa. Þaðerþví auðséðað
ými slegt þarf að hafa í huga þegar umbúðir eru lagðar.
EFTIRLIT
Oftast er ekkert að því að eftirláta sjúklingnum
sjálfumaðskiptaáeðaljarlægjaumbúðirafminniháttar
sárum. Þeirleitiþáafturefástæðaertil. Eftakaþarf
sauma er sjaldnast ástæða til endurmats fyrr en við
saumatöku. Ýmsar ástæður geta hinsvegar legið til
grundvallar þéttara endurmats. Má þar nefna þéttar
skiptingar á zinkplástri eins og rakið er framar
(sjúklingur sjálfur oft reyndar fullfær að sinna þeim
sjálfur), nauðsyn á að drenera út sýkt sár ofl. Það er
engin leið að gefa nokkra algilda reglu um hvenær er
þörf og hvenær ekki á endurkomu aðra en þá að hún
verður að þjóna einhverjum tilgangi.
GRÓANDI
Gróandaferlinum má skipta í þrjá þætti:
1) Bólga (niðurbrot-hreinsun) 2-3 dagar. Hefst
við áverkann, miðar að þvi að losa líkamann við dauðar
frumur og vef, varna sýkingu og draga úr blæðingu.
2) Nýmyndun (uppbygging) nýjar háræðar og
aukin virkni fibroblasta sem leggja niður kollagen,
mynda saman granulationsvef. Epithel skríður yfir
sárið og örið myndast. 12-14 dagar.
3) Þroski - öriðþroskast burt, umröðun ákollageni,
styrkur eykst allt að 12-18 mánuðir.
Gróandi er flókið fyrirbæri, endar alltaf með öri.
Ef staðið er sómasamlega að meðferð þá er árangur
fyrst og fremst undir sjúkling kominn. Gróandi sára
er misjafn hjá einstaklingum. Skiptir þar máli
hreinleiki sársins og hve vel var staðið að hreinsun.
Síðan hafa einstakl ingsbundn i r þætti r þýðingu. Kemur
þar inn aldur viðkomandi, virkni ónæmiskerfis,
næringarástand, blóðrás, lyf (sterar, cýtótoxísk),
sjúkdómar (D.M., sýkingar, cancer) og fleira. Þessir
síðasttöldu þættir eru þess eðlis að við getum lítil áhrif
haft á þá á þeim tíma sem það tekur venjulegt sár að
gróa. 0
Þakkir: Ég vil þakka Magnúsi Páli Albertssyni,
handarskurðlækni, fyrir yfirlestur og ráðleggingar.
128
LÆKNANEMINN 1 1994 47. árg.