Læknaneminn - 01.04.1994, Blaðsíða 168
þeim málum aðal viðfangsefnin.
Deildarforseti er Helgi Valdimarsson og áttu
stúdentar gott samstarf við hann um flest mál.
Mikill fjöldi mála kom til kasta deildarráðs en
aðeins verður vikið aó þeim helstu er snertu stúdenta
beint.
1. Nú í vor kom til reglubundinnar endurskoðunar
á fjölda læknanema í numerus clausus. Allt frá því
byrjað var að beita fjöldatakmörkunum hefur þessi
fjöldi ákvarðast við 36 nemendur og miðast sá fjöldi
við þá aðstöðu sem ertil verklegrar kennslu áhverjum
tíma. Fyrir 3 árum síðan varð sú breyting á afstöðu
F.L., að félagið varð fylgjandi núverandi kerfí til
fjöldatakmarkanna, en hafði áður viljað að hærri
lágmarkseinkun væri í gildi. Var þetta gert í kjölfar
skoðanakönnunar er náði til lang flestra læknanema.
Vegna þeirra breytinga er orðið hafa á
heilbrigðiskerfinu að undanförnu, þar sem
Landakotsspítali þjónar ekki lengur sem
kennsluspítali og tíðar lokanir hafa verið á
sjúkradeildum hinna spítalana, varð að grípa tii þess
neyðarúrræðis að fækka læknanemum í clausus. Með
hagsmuni núverandi og tilvonandi læknanema í huga
lýsti stjóm F.L. sig samþykka þessari fækkun, þar
sem óbreytt ástand mundi leiða til óásættanlegrar
rýrnunar á gæðum læknanámsins.
2. Síðasta vetur var sett á laggimar nefnd skipuð
Sigurði Guðmundssyni, Einari Stefánssyni og form.
F.L. er ætti að ijalla um tryggingamál læknanema og
ábyrgð læknanema í verklegu námi. Nefndin er enn
að störfum en nú liggur fyrir að læknaneminn á
neyðarbílnum er tryggður á jafns við aðra
áhafnarmeðlimi. Afram verður unnið að þessum
mikilvægu málum.
3. Undanfama vetur hefurbókasafn Landspítalans
krafíð læknanema um greiðslu fyrir afnot læknanema
að ýmsum gögnum í safninu. S.l. haustkeyrði þó um
þverbak þegar læknanemum var meinað að panta
greinar á bókasafni "háskólasjúkrahússins" og þeir
að auki rukkaðirum 500kr. fyrirhverjatölvuleit. Með
þessu er verið að mismuna efnalitlum stúdentum, auk
þess sem þeir eru oft að vinna verkefni beinlínis fyrir
eða á vegum spítalans. Læknanemar mótmæltu þessu
harkalega í bréfi sem sent var til þeirra aðila er málið
snerti og einnig var málið tekið upp í deildarráði.
Fyrir tilstuðlan deildarráðs hefur nú verið tekið upp
kerfí þar sem sú kennslugrein sem neminn er að vinna
í hverju sinni greiði kostnaðinn og þarf þá nemandinn
að framvísa staðfestingu frá kennara greinarinnar. Er
þetta nokkur bót frá því sem áður var en læknanemar
hafa ávalt krafíst þess að fá fullan aðgang að safninu
líkt og aðrir starfsmenn spítalans. Læknanemar leggja
áherslu á að það er ekki nóg að merkja bréfsefni
"university hospital" til þess að búa til
háskólasjúkrahús.
4. Líkt og svo oft áður komu á borð deildarráðs
erindi læknanema er átt hafa í erfiðleikum í náminu.
í kjölfar þessa var stofnuð nefnd sem læknanemar
geta leitað til í erfíðleikum sínum. Nefndina skipa
Hannes Pétursson læknir á Borgarspítala, Bryndís
Benediktsdóttir læknir, ásamt formanni F.L. og
fráfarandi formanni. Nefndin skal starfa sem
ráðgjafanefnd fyrir læknanema og vera leiðbeinandi
við úrlausnir þeirra vandamála er upp kunna að korna.
5. Nokkur tími fór í að ræða skipan nýs prófessors
í lífefnafræði, í tengslum við breytta stefnu deildarinnar
í nýráðningum. Þar lögðu stúdentar áherslu á að til
starfayrði fengin læknismenntaðurmaður, til að tryggja
klíníska tengingu lífefnafræðinnar. A hið sama við
um aðrar preklínískar greinar.
V. ÚTGÁFUSTARFSEMI
1. A þessu starfsári komu út tvö tölublöð af
Læknanemanumundirritstjóm Garðars Sigurðssonar
og fyrsta blaði nýrrar ritstj órnar er nú ný komið út. Eg
vil nota tækifærið til að þakka ritstjórum blaðsins vel
unnin störf, en undanfarin ár hefur vegur blaðsins
aukist til mikilla muna og er nú þekkt sem vandað
fagtímarit af fyrstu gerð.
2. Meinvörp hafa komið út með reglulegu millibili
í vetur og verið vettvangur hverskonar æsifrétta og
ýkjusagna. Það nýmæli var tekið upp í vetur að fengið
var fyrirtæki til að styrkja útgáfuna og tókst það með
ágætum. Umsjón með útgáfunni var í höndum Hrólfs
Brynjarssonar og Sverris Stephensen. Em þeim
færðar þakkir fyrir útgáfuna.
VI. ÝMISMÁL
1. Símfýsis kom út með breyttu sniði í vetur,
ákveðið var að gera tilraun til að auka umfang
154
LÆKNANEMINN 1 1994 47. árg.