Læknaneminn - 01.04.1994, Blaðsíða 9
UM NOTKUN
SÝKLALYFJA II
, , T r,- ...
Sigurður Guðmundsson
MEÐFERÐ NOKKURRA ALGENGRAOG
ALVARLEGRA SJÚKDÓMA
HER A EFTIR fara ábendingar og ráðleggingar
um meðferð nokkurra algengra og alvarlegra
sjúkdóma og sjúkdómaflokka af völdum
baktería. Að sjálfsögðu ber að líta á
ábendingar þessar sem tilmæli eða
hugmyndir. I þessum fræðum sem
mörgum öðrurn er mikið rýrni fyrir
mismunandi skoðanir og mismunandi
túlkun á niðurstöðum meðferðar rannsókna.
Því mun sitt sýnast hverjum og reyndar er
ekkert "eitt" rétt í þessum efnum. Reynt
er að setja flestar af þessum ábendingum
upp í töfluform. Þó þær séu ekki
skemmtilestur geta þær verið handhægar
til að hafa í vasa og fletta upp í önnum
dagsins.
Ymsum veigamiklum sýkingum er
sleppt, tímans og rýmisins vegna. Ber þar
hæst veiru- og sveppasýkingar, berkla,
sýkingar í beinum og liðum o'g
kynsjúkdóma. Ennfremur er ekki íjallað
um meðferð fylgisýkinga alnæmis og
einungis mjög stuttlegaum hjartaþelsbólgu
og sýkingar hjá fólki með verulega
ónæmisbælingu(hvítkornafæð). Flesteða
öll þessi atriði ættu heima í sérgreinum og
verður þeim vonandi gerð skil síðar.
Höfundw er sérfrœðingur í lyflœkningum
og smitsjúkdómum og dósent í
lyflœknisfrœði við Háskóla Islands ogstarfar
við lyflœkningadeild Landspítalans.
Töflurnar sem hér fara á eftir skýra sig að mestu leyti
sjálfar. Skammta er almennt ekki getið en
megináhersla lögð á lyíjaval og ýmsa möguleika þar
á. Að sjálfsögðu getur umQöllun af þessu tagi ekki
verið tæmandi um einkenni, greiningu og meðferð.
Tafla 7. Sýklalyfjameðferð algengra loftvegasýkinga.
Sjúkdómur Líklegir sýklar Kjörmeðferð í upphati Lyf til vara
Bráð eyrna- S. pneumoniae, amoxicillín og Trímetoprím/súlfa-
bólga H. influenzae, M. catarrhalis skyld lyf met oxazól (TMP/ SMZ), amoxi- cillín/clavúlanat, cefúroxím axetíl, roxitrómýcin
Bráðskúta- S. pnewnoniae, amoxicillín og TMP/SMZ, amoxi-
bólga (sinusitis) H. influenzae, M. catarrhalis S. milleri, loftfælnar bakt- eríur úr munni skyld lyf cillín/clavúlanat cefúroxím axetíl roxitrómýcin
Hálsbólga S. pyogenes, (veirur þ.á.m. EBV), Myco- plasma, Chlam. pneumoniae) penicillín erýtrómýcin, 1.-2. kynsl. cefalósporín, amoxicillín/klavú- lanat, roxitrómýcín
Versnun á S. pneumoniae, amoxicillín og cefúroxím axetíl,
lungnateppu H. influenzae, skyld lyf, amoxicillín/klavú-
(COLD) M. catarrhalis, veirur, (S. aur., Gr-neikv. stafir ? Mycoplasma) TMP/SMZ, tetracýclín, doxýcýclín lanat
LÆKNANEMINN 1 1994 47. árg.
5