Læknaneminn - 01.04.1994, Blaðsíða 162
taugalíffærafræði og líffærafræði höfuðs og háls um
jól, en próf í lífeðlisfræði og lífefnafræði um vorið.
ÞRIÐJA ÁRIÐ
Onœmisfrœði
Fyrirlestrar í ónæmisíræði ættu að vera allir á þriðj a
ári til að nemendur öðlist betri heildarsýn yfir efnið.
Ánægja er með nemendafyrirlestra, en þeir kreQast
mikillar vinnu af hálfu stúdenta.
Erfðafrœði
Námskeið í erfðafræði.þótti gott, þótt ákveðna þætti
í kennslu rnætti bæta.
Veirufræði
Námskeið í veirufræði þótti almennt gott.
Sýklafrœði
Kennsla í sýklafræði, bæði fyrirlestrar og verklegir
tímar þótti góð en fyrirlestraíjöldi og þar með magn
námsefnis var ansi mikið undir lokin.
Meinafrœði
Rætt var um hvort fækka mætti fyrirlestrum í
meinafr æði og koma á umræðufundum, sbr. hugmyndir
um líffærafræði á öðru ári. Lögð var áhersla á að tengj a
meinafræðinaviðklíník. Kennararerumjögmisgóðir
og sum útbýti geta stórskaðað þekkingu nemenda á
læknisfræði og sdaf-settt-nyng -u.
Lyfjafrœði
I lyfj afræði er stuðst við fjölda dýrra og misgóðra
kennslugagna. Að áliti hópsins er nauðsynlegt að fá
góða kennslubók á ensku, sem nær yfír þetta námsefni.
Nauðsynlegt erað fækka fyrirlestrum í lyfjafræði með
því að minnka vægi sumra fyrirlestranna og sleppa
öðrum þar sem farið er yfír efni sem tekið hefur verið
fyrir áður í náminu. Einnig þykir prófessorinn eyða of
miklum tíma í upprifjun og sín sérstöku hugðarefni.
Athuga þyrfti hvort ekki mætti fá sérfræðinga í
fyrirlestra og fella þá niður kvöld- og síðdegisfundi.
Einnig ætti að samræma kennslu í sýklalyfjum við
kennslu í sýklafræði.
FJÓRÐA ÁRIÐ
Svœfingalœknisfrœði
Nemendur eru almennt ánægðir með kennsluna á
Borgarspítalanum (Bsp.). Á Landspítalanum (Lsp.)
eru nemendur óánægðir með hversu illa þeim er sinnt
og hversu lítið þeir fá að spreyta sig. Þctta á þó ekki
við um kvennadeildina þar sem nemendum er yfirleitt
vel sinnt. Fyrirlestrar eru ágætir en kennslan mætti
verameiraskipulögðmeðtilliti til gjörgæslulækninga
almennt og einnig mætti leggja meiri áherslu á
vökvagjafír á almennum deildum. Betri kennslubók
vantar.
Meinaefnafræði
Góð kennsla, frábær kennslubók og
fyrirlestrafjöldi hæfílegur. Þyrfti að kenna í upphafí
fjórða árs svo að stúdentar geti nýtt sér þekkinguna í
verklega náminu. Meinaefnafræðin mætti einnig
vera meira samtvinnuð lífefna- og lífeðlisfræðinni á
fyrri árunum.
Geislalœknisfrœði
Læknanemum var vel sinnt á Bsp. og
Landakotsspítala (Lkt.) i fyrra. Læknar á Bsp. og
Lkt. gefa sér góðan tíma með nemum og sýna
kennslunni áhuga. Bæta þarf kennslu á Lsp. þar sem
nemendum er lítið sinnt og sumir kennarar virðast
áhugalausir. Kennslubók er góð en fyrirlestrar ekki
nógu hagnýtir og of mikil áhersla lögð á sjaldgæf
vandamál á kostnað þeirra algengari á köflum.
Handlœknis- og lyflœknisfrœði
Fyrirlestrar þyrftu að taka meira fyrir algeng
handlæknis- og lyflæknisfræðileg vandamál þar sem
mikil áhersla er lögð á uppvinnslu. Má þar benda á
fyrirlestur Bjarna Þjóðleifssonar um lifrarpróf og
gulu sem var mjög góður Sleppa mætti fyrirlestrum
um kynningu á skurðdeildum einstakra spítala og um
sögu einstakra sérgreina skurðlækninga. Fyrirlestrar
í barnaskurðlæknisfræði eiga ekki við á þessum stað í
náminu og fyrirlestrar um slysalækningar þóttu ekki
nógu góðir. Eftir að nýr prófessor í handlækningum
tók við á Lsp. hefur verkleg kennsla stórbatnað og á
Tómas Guðbjartsson deildarlæknireinnig stóranþátt
í því. Kennslustofugangur er mjög góður, stúdentar
almennt ánægðir með deildir og eru ánægðir með það
fyrirkomulag að sá ncmi sem tekur sjúkraskrá hefur
forgang með að fylgja þeim sjúklingi eftir og aðstoða
við þá aðgerð, en slíkt ætti í raun að vera sjálfsagður
hlutur. Verklegt nám í handlækningum á Bsp. þykir
ekki nógu gott og kennarar virðast áhugalausir.
Verklegt nám í lyflækningum á Bsp. hefur farið
148
LÆKNANEMINN 1 1994 47. árg.