Læknaneminn - 01.04.1994, Blaðsíða 110
einhverju öðru gildi, t.d. að nærast, klæðast, eignast
bækur o.s.frv.
Það, hvað menn í einhverju ákveðnu þjóðfélagi eða
þjóðfélagshóp telja rétt og rangt, gott og slæmt, er
kallað siðferði þessa hóps. Siðferðið má ráða af því
hvernig menn í hópnum hegða sér almennt og af
skoðunum þeirra.
Skynsemin þarf því í grundvallaratriðum tvennt
til að taka skynsamlega ákvörðun: þekkingu á aðstæðum
og staðreyndum málsins, og þekkingu á þeim gildum,
sem tekið er tillit til. En hún þarf líka að vísa til
einhverra almennra reglna um það, hvemig vinna eigi
úr þessum upplýsingum; sumar slíkar reglur eru
fremur jarðbundnar, eins og t.d. að ekki skuli ljúga,
eða að maður eigi að vera góður við börn. En þær geta
orðið æ almennari og altækari. Þegar við erum farin að
hugsa unr þessar almennari reglur og velta fyrir
okkur skynsamlegum gmndvel li þeirra erum við farin
að hugsa um siðfræði.
TVÆR GRUNDVALLAR-
KENNINGAR í SIÐFRÆÐI
S iðfræðin fjal lar sem sagt um fræðilegar undirstöður
siðferðis okkar og reynir að setja fram vísindalega
umQöllun um það, hvernig við getum réttlætt athafnir
okkar. Aðferðum siðfræðinga svipar oft til aðferða
raunvísindamanna: annars vegarereinhververuleiki,
sem í þessu tilfelli er hið raunverulega siðferði manna,
og hins vegar er sett fram kenning eða líkan, sem
skýrir og réttlætir þennan veruleika. Stöðugt þarf að
prófa líkanið og athuga hvort það kemur heim og
saman við siðferðilegarkenndir okkarog aðlaga það og
breyta ef með þarf. Kenningum um siðfræði er oft
skipt í tvo meginhópa: annars vegar svokallaðar
markhyggjukenningar („teleólógískar“ kenningar) eða
afleiðingahyggju (,,consequentialism“), og hins vegar
skylduboðskenningar („deontólógískar“ kenningar).
Fyrmefndu kenningarnar segja, að réttmæti athafnar
fari eingöngu eftir hinum raunverulegu afleiðingum
hennar, en þær síðarnefndu neita þessu og segja, aó
réttmæti hennar fari einnig eða eingöngu eftir
einhverju öðru. Tvö grundvallarhugtök siðfræðinnar
eru gæði (gott, það að hafa ákveðið gildi) og réttlæti.
Markhyggj ukenningar leggja gæða-eða gildishugtakið
til grundvallar og skilgreina réttlæti út frá því, en
skylduboðskenningar leggja hins vegar oft
réttlætishugtakið til grundvallar og skilgreina síðan
gæða- eða gildishugtakið út frá því (sumar slíkar
kenningar líta reyndar á bæði hugtökin sem
óskilgreinanleg).
Helsti fulltrúi markhyggju er nytjahyggjan
(„utilitarianism") , sem leggur ánægju- eða
hamingjuhugtakið til grundvallar siðfræðinni og
skilgreinir rétta athöfn sem þá, er leiðir ti 1 sem mestrar
ánægju eða hamingju sem flestra. Hamingja allra
manna er jafngild, hamingja eins manns vegur aldrei
meira en hamingja annars, sé hún jafnmikil.
Upphafsmaður nytjahyggjunnar var enski
heimspekingurinn og lögfræðingurinn Jeremy
Bentham (1748-1832), en hann fékk hugmyndir sínar
frá siðfræðingnum Hutcheson, sálfræðingnum Hartley
og líffræðingnum Priestley. John Stuart Mill (1806-
1873), sem var lærisveinn Benthams, þróaði kenningu
Benthams og er frægasti stuðningsmaður hennar.
Segja má, aó nytjahyggja sé skynsamleg, ef gert er
ráð fyrir því að hvermaður sé alvitur og geti séð fyrir
um allar afleiðingar gerða sinna um alla ókomna
framtíð. Því miður er því ekki þannig varið, og við
verðum að reyna að meta afleiðingarnar út frá líkum
eftir bestu getu. Annar ókostur nytjahyggjunnar er
sá, að hún virðist í sumum tilfellum stangast á við
réttlætiskenndir fólks. Þannig er unnt að ímynda sér
annars vegar óréttlátt þjóðfélag, þar sem
heildarhamingja fólksins er tiltölulega há, og hins
vegar réttlátt þjóðfélag, þar sem heildarhamingjan er
minni. Einn kostur nytjahyggjunnarerhins vegar, að
hún leggur áherslu á, að okkur beri siðferðileg skylda
til að kynna okkur staðreyndir máls eins og okkur er
frekast unnt. Annar kostur hennar er, að hún stuðlar að
ákveðnum jöfnuði á milli manna og flækir ekki málin
með því að vísa til einhvers konar kreddukenndra
reglna eða siðaboða, sem menn fýlgjablint og án raka.
Sem dæmi um skylduboðskenningar má nefna
kenningu þýska heimspekingsins Immanuel Kant
(1724-1804), sem grundvölluð er á hinu svokallaða
skilyrðislausa skylduboði („categorical imperative“),
en það segirað athöfn sé rétt efvið vildum að hún yrði
gerð að almennri reglu, en annars ekki. Þannig er
rangt að svíkja undan skatti, vegna þess að ef allir
* Gottyfirlit á íslenskuyfir nytjahyggju er að finna í bók Kristjáns Kristjánssonar, Þroskakostir, bls. 51-98
(Rannsóknarstofinun í siðfrœði, Reykjavík 1992). Einnig vísast hér til heimilda nr. 16, 17 og 18.
100
LÆKNANEMINN 1 1994 47. árg.