Læknaneminn - 01.04.1994, Blaðsíða 104
UM B.S. NÁM í LÆKNADEILD
HÁSKÓLA ÍSLANDS
Gunnar Sigurðsson
REGLUGERÐ um B.S. nám var samþykkt á
deildarfundi í læknadeiid í desember 1984, að
verulegu leyti fyrir ötulan undirbúning núverandi
deildarforseta, Helga Valdimarssonar prófessors. I
reglugerðinni voru ákvæði um umsóknir til B. S. náms,
framkvæmd þess og B.S. próf. I reglugerðinni var
gert ráð fyrir að B.S. stúdent ynni að
rannsóknarverkefni, sem jafngilti nokkum veginn
einu námsári, undir umsjón kennara deildarinnar eða
sérfræðinga á stofnunum tengdum læknadeild. Þó
var gert ráð fyrir að læknaneminn gæti innritast í B. S.
nám jafnhliða hefðbundnu námi í deildinni ef hann
gæti sýnt fram á að hann hafí varið til þess tíma er
svaraði til heils skólaárs. Þannig var því háttað um
fy rsta B. S. nemann, Vi lm und Guðnason, sem vann að
rannsóknarverkefni sínu samhliða læknanáminu.
Flestir aðrirbættu við einu námsári til að vinna að
rannsóknarstarfi sínu. Flestir hafa lokið því með því
að skrifa grein og fengið hana birta í erlendu
vísindatímariti semhefúrvissulegaverið gæðastimpill
á ágæti þessarar vinnu sem í mörgum tilvikum hefur
nálgastM.S. prófað magni og gæðum. Sámöguleiki
hefur þó verið fyrir hendi að leggj a fram sérstaka B. S.
ritgerð og það hafa sumir gert. B.S. ritgerðir og
greinar hafa verið lesnar yfir af tveimur prófdómurum,
kennurum í læknadeild eða sérfræðingum á stofnunum
tengdum Háskóla Islands. B.S. stúdent hefur síðan
flutt opinbert erindi (1/2-1 klst.) um verkefni sitt og
prófararnir tveir síðan spurt ítarlega um ákveðin atriði.
Höfundur er sérfrœðingur í innkirtlasjúkdómum og
dósent í lyflcekningum í Háskóla Islands og starfar
við lyflœkningadeild Borgarspítalans. Hann hefur
verið formaður B.S. nefndar síðan 1989.
Þessi próf hafa verið auglýst innan læknadeildar og
hafa verið öllum opin. Það er tvímælalaust unnt að
fullyrða að öll þessi erindi hafi verið flutt ágæta vel og
hafa endurspeglað mikla vinnu og þekkingu B.S.
stúdentanna enda hafa 15 af 17 B.S. nemum fengið
ágætiseinkunn og hinir góða einkunn.
Frá því að B.S. nám var tekið upp í árslok 1984
hafa alls sautján læknanemar lokið B.S. prófí undir
handleiðslu kennara læknadeildar eða sérfræðinga á
stofnunum tengdum læknadeild H.I., en surnir hafa
unnið verkefni sitt að hluta til við erlenda
vísindastofnun. Nú eru átta læknanemar innritaðir í
B.S. nám og hefur fjöldi þeirra aukist verulega eftir
að tíu vikna rannsóknarverkefni voru tekin upp sem
hluti af námsefni 4. árs. Margir læknanemar hafa
síðan haldið áfram þessum verkefnum til B.S. prófs.
Reglugerðina um B.S. nám er að fínna í handbók
læknadeildar sem unnt er að nálgast á skrifstofu
deildarinnar.
B.S. nefnd læknadeildar hefur haft yfírumsjón
með B.S. námi ogprófum og samþykkirumsóknirum
B.S. nám við læknadeild. Helgi Valdimarsson
prófessor var formaður B.S. nefndar 1984-1989 en
síðan hefurGunnar Sigurðssondósent veriðformaður
nefndarinnar. I B.S. nefnd voru fyrst tveir kennarar
og einn læknanemi en í kjölfarþess að B.S. nefnd var
falin umsjón rannsóknarverkefnis 4. árs læknanema
var nefndin gerð fímm manna, skipuð þremur
kennurum og tveimur læknanemum.
Eftirfarandi læknanemar hafa lokið B.S. prófi við
læknadeild Háskóla Islands:
1. Vilmundur Guðnason. Prófritgerð:
"Isoenzyme pattern and subcellular localization of
94
LÆKNANEMINN 1 1994 47. árg.