Læknaneminn - 01.04.1994, Page 44

Læknaneminn - 01.04.1994, Page 44
Tafla 2. Tíðni verkja eftir staðsetningu æxlis. Tegund Tíðni ( % ) Bein 85 Ivl unnhol 80 Kynfæri karla 75 Kynfæri Jkvenna 78 Br jóst 52 Lungu <5 Mettingarvegur TO Eitlaasxli 30 Hvítblæöi 5 hefur síðastliðið ár verið komið á fót þjónustu eftir þessari fyrirmynd í samvinnu við nokkra sjálfstætt starfandi hjúkrunarfræðinga. Enn fremur eru líknarhópar starfandi á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri og á Sjúkrahúsi Akraness. A Borgarspítalanum hefur verið starfandi stuðningshópur og hjúkrunarfrœðingarsérmenntaðir í verkjameðferð/einkennameðferð eru starfandi á Borgarspítala og á Akureyri. UM HUGTOK Alþjóðaverkjamannasambandið, (Intemational Association for the Study of Pain), skilgreinir verki sem “óþœgilega skynjun og tilfinningareynslu sem tengd er raunverulegri eða mögulegri vefjaskemmd eða er lýst á þann hátt” (15). Vegna þess hve verkir og upplifun þeirra er einstaklingsbundin og huglæg þá telja margir bæði einfaldara og réttara að taka mið af þeirri reynslu og skilgreina verk það sem skjólstæðingurinn segir vera verk. Enda er slík skilgreining meira í samræmi við hugmyndir manna um verki í víðustu merkingu orðins, nefnilega IASP “alverk” (13, 16) (e. total pain) sem hefur fjóra meginþætti: líkamlegan, sálrænan, félagslegan og andlegan. Meðferð lækna og annarra sjúkragæslumanna er oftast nær bundin líkamlegum þáttum verkja og þar með er hætt við að öðrum þáttum, sem bæði getur verið erfiðara að greina og annast, sé minni eða enginn gaumur gefinn. Verkur er það einkenni sem fólk almennt óttast mest þegar um krabbamein er að ræða. Enda hafa þrír af hverjum Qórum krabbameinssjúklingum verki um lengri eða skemmri tíma einhvern tíma á sj úkdómsferlinum og því meiri sem nær dregur dauða. Tíðni og hegðun verkj a er mismunandi eftir tegundum krabbameina en algengastir eru verkirnir frá þeim æxlum sem hafa mikla tilhneigingu að meinverpast blóðleiðina, svo sem þegar um er að ræða brjóstakrabbamein, rnaga- eða lungnakrabbamein. Verkir eru þó tiltölulega sjaldgæfir meðal sjúklinga með hvítblæði eða eitlaæxli. Oftast er um verki á fleiri en einum stað að ræða (17) sem þýðir að staðbundnar aðferðir, svo sem deyfingar- og geislameðferð, nægja sjaldnast einar og sér, heldur þarf einstaklingurinn að fá jafnframt kerfisbundna verkjalyfjameðferð ef unnt á að vera að ráðavið verkina. Tafla 3. Mismunur bráðra og langvinnra verkja af völdum krabbameina. Bráðir krabbameinsverkir Hafa í för með sér ofvirkni í semjukerfinu svo sem hraðan hjartslátt, háþrýsting og svita. Aukin spenna og kviði. Koma oft samtímis skyndilegri stækkun (t.d. vegna blæðingar inn í æxli) frumæxlis eða meinvarpa. Oft þarf að gefa sterk verkjalyf um tíma eða þar til æxlið hefur látið undan krabbameinsmeðferð. Langvinnir krabbameinsverkir Oft engin merki um ofvirkni semjukerfis. Föst verkjaviðbrögð oft til staðar (t.d. stunur, þjáningardrættir, göngulag eða afbrigðilegar stellingar). Breytingar á skaphöfn, geðdeyfð og angist eru algeng einkenni. ATHUGIÐ að gæta þess vandlega að blanda ekki æxlisverkjum saman við fyrri verki (svo sem gigtarverki o.s.frv.). 38 LÆKNANEMINN 1 1994 47. árg.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.