Úrval - 01.01.1965, Qupperneq 5
1. hefti.
24. árg.
Úrval
Janúar
196S
Joslp Broz - Tito
fæddur byltingamaður
Einn ævintýralegasti persónnteikinn í stjórnmálum heimsins
siðustu þrjátíu cirin.
Eftir William Frischauer.
RÁ ZAGREB, sem er
höfuðborg Króatiu og
stærsta borg Júgóslav-
íu næst á eftir Bel-
grad, bugðast nýr veg-
ur norður í fjalllendið. Meðl'ram
honum til beggja handa eru lítil
snotur bændabýli, scm prýða þetta
hlýlega sveitahérað. Um það bil
30 mílum fyrir norðan Zagreb,
liggur vegurinn um ofurlítið þorp,
að nafni Kumrovec, sem telur að-
eins 400 sálir.
Samt sem áður er Kumrovec
sögulegur staður. Einu :if hinum
lágreistu, hvítkölkuðu húsum þar
hefur verið haldið við, eins og það
var árið 1892 — 25. maí 1892, en
á þeim degi fæddist bændahjónun-
um, sem í því bjuggu, sveinbarn.
Þessi drengur var sjöunda barn
þeirra hjóna — átta bættust við
á næsta áratugnum.
Franjo Broz, faðir hans og fjör-
kálfurinn í þorpinu, ákafamaður,
stundum óviðráðanlegur, beygði
sig, þótt tregur væri, fyrir þeirri
ósk konu sinnar, að drengurinn
væri skírður i þorpskirkjunni.
Hann var nefndur Josip — Josip
Broz. Gagpstætt öllum líkum, þrátt
fyrir fátækt og lága þjóðfélagsstöðu
foreldra hans og afskekkta legu
þorpsins á þessum fjarlæga út-
kjálka hins gamla keisaradæmis
Austurríki — Ungverjaland, átti
Josip litli þó eftir að vaxa upp til
að verða mjög mikilsverð persóna.
I dag er hann þekktur sem Tito
— eða með fullri skilgreiningu,
— Men Only —
3