Úrval - 01.01.1965, Blaðsíða 39
KARI II. OG NELL GWYN
37
en þeir skemmtu sér líka vel, og var
þeð mikil breyting frá liinum al-
varlega þankagangi, sem ríkt hafði
á ríkisstjórnarárum Púritananna.
Karl konungur var hávaxinn og
dökkur á brún og brá. Hann klædd-
ist glæsilcgum fatnaði í fullu sam-
ræmi við tíðarandann, pelli og
purpura. Hár hans var sítt, sem þá
var tízka. Hann var íþróttamaður,
gekk hratt og sat vel hesta sína.
Hann stundaði útreiðar og vcð-
reiðar. En allra sólgnastur var hann
í að komast á sjó. Hann hafði ferð-
azt mikið á hinum dapurlegu út-
legðarárum sínum, áður en hann
komst ti! ríkis. Hann drakk lítið
og gætti hófs í mat. Hann var gam-
ansamur og orðheppinn, en ekki
illskeyttur í orðum (og voru þau
því góð saman í orðræðum, hann
og Nell). Hann var ekki langræk-
inn, reiddist, cn gleymdi því fljótt
aftur. Hann var mikill kvennamað-
ur og alls ekki vandlátur i þvi
efni. Hann átti mörg lausaleiksbörn
og lét ástina liklega aldrei ná tök-
um á sér.
Rochester lávarður, sem orti
margar niðvísur, samdi þessa graf-
skrift fyrir konunginn, meðan kon-
ungur var enn i lifenda tölu:
Hér liggur stjórnandi okkar,
sjálfur Konungurinn,
Iivers orðum enginn trúir,
sem sagði aldrei orð af viti
og vann aldrei verk af viti.
Þessu svaraði Karl konungur
síðan þessum orðum:
„Það er mjög auðvelt að skýra
það.... því orð mín eru mín eig-
in afkvæmi, en verk min eru af-
kvæmi ráðherra minna.“
Uppreisnin gegn stjórn Stuart-
ættarinnar ineð föður hans, Karl I.,
í broddi fylkingar hafði verið gerð,
er hann var litill drengur, og þeg-
ar hann varð 15 ára, varð hann að
flýja land frá Englandi. Hélt hann
þá til Frakklands. Ferð hans yfir
til meg'inlandsins varð mjög ævin-
týraleg. Hann staldraði meðal
annars við á Jerseyeyju í Ermar-
sundi og átti jiar sitt fyrsta ástar-
ævintýri (eftir því sem sögur fara
af). Honum gekk ekki sem bezt í
Frakklandi, og hélt hann þá til
Hollands. Þar vann hann að jiví
öllum árum að koma í veg fyrir
aftöku föður síns, en án árang-
urs. Hann hafði ekki úr miklu að
spila í útlegð sinni og lifði aðal-
lega á fjárstyrk, sem honum va/
sendur frá þjóðhöfðingjum Spánar.
Árið 1 (549 sneri lianii aftur til
Skotlands. Var hann þá ekki fullra
19 ára að aldri. Þar var hann
krýndur konungur, en ævi lians var
aum, þvi að hann var i raun og
veru fangi. Þessar mótdrægu að-
stæður hindruðu hann þó ekki í
því að Ieggja stund á uppáhalds
dægrastyttingu sína, því að Hume
skrifar eftirfarandi klausu um hann
á þessu tímabili ævi hans:
„Ekki var hægt að leggja að
fullu bönd á áhuga hans á hinu
veika kyni. Hann hafði verið stað-
inn að því að gerast áleitinn við
unga konu, og nefnd ráðherra var
skipuð til þess að setja ofan í við
hann fyrir hegðun, er var algerlega
ósamboðin ríkjandi þjóðhöfðingja."
Karl réðist inn í England til
þess að reyna að komast liar til rík-
is með hervaldi, og beið hann al-