Goðasteinn - 01.09.1997, Síða 10
Goðasteinn 1997
sem var einn af fremstu glímumönnum
Suðurlands á þessum tíma. Ennfremur
var söngur, málfundir og annað
skemmtilegt ríkur þáttur í félagsstarf-
inu. Á árinu 1938 hafði U.M.F.Í. verð-
launað Trausta sem eitt af þremur best
starfandi ungmennafélögum landsins.
Burðarásar félagsins þennan áratug
höfðu verið: Árni í Steinmóðarbæ,
Leifur í Dalseli og Ólafur í Mörk, allir
góðir íþróttamenn, og svo Sigmundur
kennari á Skála og Högni í Stóra-Dal,
miklir ungmennafélagsmenn. Undir
djarfri og traustri forystu þessara fimm-
menninga hafði félaginu tekist á síð-
ustu fjórum árum að byggja stóra og
mikla viðbyggingu við gamla Heima-
landshúsið og bæta þar með úr brýnni
þörf fyrir veitingaaðstöðu og heima-
vist, auk þess sem leiksvið var fært úr
gamla húsinu í það nýja, en við það
stækkaði samkomusalurinn umtalsvert.
Nú vildu þessir heiðursmenn taka
sér hvíld eftir farsæl störf og á aðal-
fundi félagsins 2. janúar 1940 var kosin
ný stjórn. I nýju stjórnina voru kosnir:
Formaður Sigurður Haraldsson á
Tjörnum, ritari Ingimundur Ólafsson
barnakennari og gjaldkeri Ólafur
Kristjánsson á Seljalandi.
Til vara í sömu embættaröð: Sig-
mundur Þorgilsson kennari, Árni Sæ-
mundsson í Mörk og Ólafur Jónsson á
Ásólfsskála.
Fullir áhuga og bjartsýni, en um leið
með ofurlitlum kvíða, tóku nýir menn
við þessum trúnaðarstörfum, því ekki
var auðvelt að feta í spor þeirra ötulu
félaga sem frá hurfu.
Þrátt fyrir öflugt og gott félagsstarf
hafði ekki tekist að manna og flytja
leikþátt á árinu 1939, en nú var tvíefld-
ur hugur í fólki og vildu margir að
félagið tæki eitthvað meiri háttar leik-
stykki fyrir til æfinga þegar haustaði og
var nýrri stjórn falið að vinna málinu
brautargengi. Við höfðum verið að æfa
kórsöng, nokkrir strákar, með tilsögn
og leiðbeiningum þeirra Páls Halldórs-
sonar, söngstjóra og kirkjuorganista úr
Reykjavík og Steinþórs á Hæli, sem
miðlaði okkur af sinni alkunnu söng-
gleði. Við vildum gjarnan glíma við
eitthvað sem þjónaði þeim áhuga
okkar.
Leikritið ÚTILEGUMENNIRNIR
eftir Matthías Jochumsson, öðru nafni
SKUGGA-SVEINN heillaði okkur
mjög. Það leikrit hafði notið mikilla
vinsælda víða um land allt frá því að
það kom fram. I því var mikill söngur,
en mörg hlutverkin ærið strembin. En
unga fólkinu í Trausta svall móður og
vildi mjög gjarnan láta á það reyna
hvort ekki mætti takast að færa upp
þetta vinsæla leikverk, sem svo mjög
höfðaði til íslenskrar þjóðarsálar.
I Skugga-Sveini er mikill söngur, en
ekki átti að vera erfitt að finna fólk í
hlutverkin, við áttum mikið af ágætu
söngfólki. Er líða tók á sumarið 1940
og menn fóru að leiða hugann að vali
fólks í hlutverk vandaðist málið. Eink-
um vafðist fyrir að finna heppilega
menn til að leika þá Ketil og Skugga-
Svein. Fór það dálítið eftir því hvort
Sveinki skyldi vera mennskur maður
eða hálftröll, en nokkuð var á reiki með
-8