Goðasteinn - 01.09.1997, Page 11
Goðasteinn 1997
túlkun á því þar sem leikurinn hafði
verið sýndur. Eftir að hafa ráðfært
okkur við fólk sem hafði séð leikinn
varð niðurstaðan sú að Skugga-Sveinn
ætti að vera líkari trölli en manni, bæði
að vallarsýn og allri háttsemi og hafa
tröllslegan og hrikalegan róm. Eftir
nokkrar umræður og vangaveltur var
bent á undirritaðan: „Siggi á Tjörnum
getur tekið að sér Skugga-Svein“. Ekki
þótti mér þetta góð tillaga því fráleitt
væri ég tröllslegar vaxinn en aðrir, rétt
meðalmaður á hæð.
„Þú ert vel þrekinn um herðar og ef
þú næðir ofurlítið betur niður hefðirðu
kjörvöxt í hlutverkið“ sagði tillögu-
maður. Ekki þótti mér sómi að vaxtar-
lýsingunni, að vera líkt við neðanaf-
skorinn risa og síst fallið til árangurs í
hljóðri keppni um kvenhylli í hópnum.
Hvort sem um þetta var rætt lengur eða
skemur varð niðurstaðan sú að ég
samþykkti loks að leika Svein, enda
hafði vaknað góð hugmynd til lausnar
á niðurvexti mínum, sem síðar verður
nánar frá sagt og á fjalirnar komst
leikurinn, var sýndur tvisvar, 21. og 29.
desember 1940. í hlutverk var þannig
skipað:
Sigurð bónda í Dal lék Kristinn
Tómasson í Vallatúni. Ástu dóttur
hans lék Ásta Sveinbjarnardóttir á
Yzta-Skála.
Hjúin í Dal: Jón sterka lék Jón
Sveinbjarnarson á Yzta-Skála.
Grasa-Guddu lék Jón Sigurðsson á
Ásólfsskála og Gvend smala lék
Garðar Sveinbjarnarson Yzta-Skála.
Lárenzíus sýslumann lék Ólafur
Kristjánsson á Seljalandi og heimil-
isfólk hans: Margréti lék Ólína
Ólafsdóttir í Skálakoti og Hróbjart
vinnumann lék Guðjón Sigurðsson á
Sauðhúsvelli.
Grímur og Helgi stúdentar voru leiknir
af þeim Tryggva Sigurjónssyni í
Hvammi og Gísla Einarssyni á
Núpi.
Galdra-Héðin lék Jón Sigurðsson á
Ásólfsskála og kotbændurna tvo
Geir og Grana þeir Sigurður
Auðunsson Yzta-Skála og
Guðmundur Sigurðsson Varmahlíð.
Þeir léku einnig varðmenn sýslu-
manns við handtöku Skugga-Sveins.
Útilegumennina léku Harald
Kristinn Björnsson Vesturholtum,
Ögmund lék Kjartan Ólafsson
Skálakoti, Ketil lék Jóel Jónsson
Efriholtum og Skugga-Svein lék
Sigurður Haraldsson Tjörnum.
Haustið 1942 var leikurinn æfður
upp að nýju og endursýndur, en þá
urðu nokkur mannaskipti í hlutverkum.
Sigurjón Auðunsson á Yzta-Skála tók
hlutverk Jóns sterka, Sveinjón Ólafsson
í Skálakoti lék Guddu, Laufey Ólafs-
dóttir í Skálakoti kom í stað systur
sinnar Ólínu í hlutverk Margrétar, og
Sigurður Sigurjónsson Mið-Skála lék
þá Helga stúdent í stað Tryggva í
Hvammi. En aftur að haustinu 1940.
Dvölin að Heimalandi við æfingar
leiksins er mér ógleymanleg. Ekki man
-9