Goðasteinn - 01.09.1997, Page 24
Goðasteinn 1997
sem dugði. Ekki leið á löngu uns það
var komið á sinn stað og er skemmst
frá því að segja að það dugði bílnum
alla þá tíð sem honum var ekið eftir
það.
Gamlir menn töluðu um smiðsaugu
og smiðshendur. Hvortveggja átti
Sigurjón í Hvammi í þeim mæli að vart
varð betur á kosið. Til var að menn
bæru smíði sína undir hann og var þá
varfærni og vinsemd í dómi. Sigmund-
ur Þorgilsson skólastjóri á Ystaskála
smíðaði sér skrifborð í jólafríi. Hann
gekk að verki með ákefð en minni hag-
leik að hann sjálfur sagði. Sigurjón
kom þá í heimsókn að Skála og Sig-
mundur sýndi honum smíðina. Sigur-
jón hugði vandlega að, orðfár, en að
skoðun lokinni sagði hann: „Þú hefur
þó vitað hvernig þú vildir hafa það“,
sem skipti raunar mestu máli.
Sigurjón giftist 10. október 1913
Sigríði Einarsdóttur frá Varmahlíð. Þau
tóku við búi í Hvammi árið 1916 og
réðu fyrir því til 1943. Öll árin ráku
þau rausnargarð engu miður en verið
hafði hjá foreldrum Sigurjóns. Hafi
nokkurs staðar átt við orðtakið um að
reisa sér skála um þjóðbraut þvera, þá
var það í Hvammi. Þar var aldrei gesta-
laust hús og öllum, meiri og minni
máttar, fagnað af velvild. Heimilis-
maður í Hvammi hélt eitt sinn skrá yfir
gestkomur þar árlangt. Næturgestir sem
þurftu hýsingu fyrir reiðhross sín að
vetri og haga að sumri urðu alls 350.
Ekki voru þeir skráðir sem stóðu við
aðeins dagstund sem kallað var en þeir
voru víst mun fleiri. Einu gistilaunin
voru frá strandmannaflutningum og
ekki varð undan því komist að taka við
greiðslu frá bændahöfðingjanum Lárusi
Helgasyni á Kirkjubæjarklaustri sem
oft var á ferð og aldrei einn síns liðs.
Oft var það í Hvammi er fólk kom
þreytt heim frá slætti að sumri að hús
voru full af gestum og aðeins svefnstað
að hafa í hlöðu. Enginn taldi það eftir
sér, lögmál gestrisni sat í fyrirrúmi.
Anna lrá Moldnúpi, frænka mín, sagði
mér þessa sögu frá komu sinni að
Hvammi: Hún sat við vistum hlaðið
kaffiborð með Sigríði húsfreyju, Sig-
ríði Jónu (Lóu) tengdadóttur hennar og
Bjarna Jóhannesi Jónssyni frá Vík í
Mýrdal (f. 1869) miklum heimilisvini
Sigríðar og Sigurjóns. Upp úr miðju
samtali kom allt í einu þessi setning hjá
Bjarna Jóhannesi og var beint til Önnu:
„Nú sérðu hvort ekki er gott að koma
að Hvammi.“ „Eins og ég hefði ein-
hvern tíma efast um það“, sagði Anna.
Heimilið í Hvammi prýddi um lang-
an aldur heiðurshúsfreyjan Þuríður
Jónsdóttir, móðir Sigurjóns. Hún dó
1942, réttra 90 ára. Ég sé hana enn
fyrir mér þar sem hún sat á rúmi sínu í
baðstofunni í Hvammi, fríð sýnum og
miðlandi spekimálum, fróðleik og
góðvild alla daga. Með henni hvarf
hafsjór þekkingar um sögu byggðarinn-
ar allt aftur til 18. aldar. Hún var mér
fulltrúi hámenningar og hafði þó aldrei
gengið í skóla annan en skóla lífsins.
Gagnkvæm virðing og traust tengdi
saman húsfreyjurnar Þuríði og Sigríði,
-22-