Goðasteinn - 01.09.1997, Page 25
Goðasteinn 1997
það fór ekki framhjá neinum. Geð-
felldur þokki einkenndi allt dagfar
Sigríðar, öllum leið vel í návist hennar.
Hún söng forkunnar vel, hafði yndi af
söng og prýddi lengi kirkjusönginn í
Asólfsskálakirkju. Framar öllu er hún
þó hugstæð í mynd húsfreyjunnar í
Hvammi sem fagnaði gestum sínum
með skemmtandi samræðu, reisn og
höfðingshætti. Ekki spillti það heldur
ánægjunni að koma í smiðju eða
smíðahús húsbóndans og sjá hvað þar
fór fram. Þangað var raunar för margra
heitið. Færi eitthvað aflaga í sveitinni
utan bæjar eða innan var oft eina ráðið
að leita liðsinnis í Hvammi. Á fyrri
árum fór Sigurjón ósjaldan frá orfinu
sínu eða hirðingu á túni til að gegna
slíkri gestkomu. Ekki var þá sjálfgefið
að gesturinn stæði eftir á hreytunni eða
sætti sátu úr múga, auðveldara að eiga
orðastað við smiðinn og leið allra lá til
borðstofu húsfreyju áður en haldið var
heimleiðis.
Sigurjón og Sigríður brugðu búi
1943, sem fyrr segir. Sigurjón var þá
með nokkuð þverrandi heilsu til átaka
en lét þó ekki bilbug á sér finna. Nú
tók hann um mörg ár að stunda smíðar
utan heimilis. Hann kom að byggingu
brúar á Fjallsá í Austur-Skaftafells-
sýslu og smíði Þjórsárbrúar 1949.
Mörg handtök átti hann við bygg-
ingu Skógaskóla árin 1946-49. Hann
var höfuðsmiður að byggingu Skag-
fjörðsskála á Þórsmörk og vann fleiri
verk fyrir Ferðafélag íslands. Fyrir
Þjóðminjasafnið endurgerði hann
tréverk í bænhúsinu á Núpsstað með
Gísla Gestssyni safnverði. Fyrir ein-
staklinga vann hann mörg verk á þess-
um árum m.a. í smíði íbúðarhúss í
Hæðum í Skaftafelli fyrir Ragnar
Stefánsson. Höfuðverk hans á þessum
tíma er þó bygging Ásólfsskálakirkju
árið 1951-54. Þar fylgdist ég vel með
verki hans, sótti hann í vinnu og ók
honum heim að kvöldi. I smíði gat ver-
ið við ýmsan vanda að etja því fjár-
munir til verks voru af skornum
skammti. Oft lá ekki alveg ljóst fyrir að
kvöldi hvernig leysa skyldi vanda
næsta dags en að morgni lágu úrræði á
lausu eftir andvökustundir kirkjusmiðs-
ins. Enginn lá á liði sínu við verkið en
mestur var þó hlutur Sigurjóns sem
aldrei horfði til launa fyrir verk sitt,
aðeins að það mætti heppnast Guði til
dýrðar. Yfir kirkjudyrum er kopar-
steypt ártal, 1954, verk Sigurjóns, og í
forkirkju er eirsteypt mynd kirkju-
smiðsins, gerð af Ríkarði Jónsson lista-
manni að frumkvæði og gjöf Hönnu
Karlsdóttur prestsfrúar í Holti. Vel er
Sigurjón að þeirri vegsemd kominn.
Rangt væri að skilja svo við Sigur-
jón í Hvammi að láta þess ekki getið að
hann var bókelskur og vandlátur á það
sem hann las. Hann hafði og traust
minni og var því fjölfróður. Um ferm-
ingaraldur var hann frumkvöðull að
stofnun Lestrarfélags Ásólfsskálasókn-
ar. í bókasafn þess sótti ég marga góða
bók á æskuárum. Við félagsstörf og
nefndastörf var Sigurjón talsvert mikið
riðinn, var lengi í hreppsnefnd og sókn-
23-