Goðasteinn - 01.09.1997, Side 35
Goðasteinn 1997
Ólafur Jónsson frá Vesturholtum:
Skinnsokkarnir
Hér segir frá því þegar bræður tveir
í Vesturholtum, sem hétu Guðjón og
Ólafur, fengu sína fyrstu skinnsokka.
Þá var Guðjón á áttunda ári en Ólafur
var á sjötta ári, þegar þeim vitraðist, þó
ekki í draumi að þeir sögðu, og átti það
að sýna alvöru málsins,
að nú yrði ekki undan því
vikist lengur að láta þá fá
skinnsokka. Þeir færðu
þetta í tal við Sveinbjörn,
sem var skinnfataskradd-
ari heimilisins, og var
einmitt núna að ljúka við
að sauma skinnstakk
handa pabba þeirra. Þarna
eygðu þeir von. Þeir
gengu enn á fund Svein-
bjarnar, en nú var komið
nýtt hljóð í hann, vegna þess að hann
hafði ekkert efni. Hann hafði áður lof-
að þessu ef afgangur yrði hjá honum,
en svo hafði ekki orðið, að hann sagði.
Sveinbjörn ráðlagði þeim að tala um
þetta við föður sinn, ef til vill gæti
hann ráðið bót á því. Þetta leist þeim
vel á, og nú lifnaði vonin á ný. Það var
ærin ástæða til að Guðjón var valinn til
forystu í þessa þýðingarmiklu sendiför
til föður þeirra. Hann hafði áður sýnt
fádæma hugrekki og dirfsku við erfið-
ar, jafnvel hættulegar aðstæður, og við
það áunnið sér traust og virðingu þeirra
yngri (sem var reyndar einn strákur).
Þessu til sönnunar nægði að benda á
framgöngu Guðjóns skömmu áður,
sumarið sem ófreskjan settist að í
Lambhúshól. Minnugur þess sem þá
skeði, spurði Ólafur sjálf-
an sig: Var hann Guðjón
hræddur við heimagang-
inn hennar Helgu í
Lambhúshól? Nei, fjarri
því. En það sama varð
ekki sagt um Ólaf, hann
var svo hræddur við
þennan leiða fjanda, sem
stöðugt sótti að honum og
stangaði hann, og jafnvel
sat um líf hans, að stund-
um lá við sturlun. Ekki
var að undra þó geig setti að sumum,
sem litu þennan drjóla. A höfðinu bar
hann tvö horn, sem almennt vöktu litla
athygli. En til voru þeir, sem töldu þau
býsna stór, að minnsta kosti of stór.
Þessi horn voru hvort fyrir sig á stærð
við eða minni en fremsti köggull þum-
alfingurs meðalmanns.
Ólafur telur þetta hafa verið lang-
hættulegasta ferfætling, sem orðið hafi
á vegi hans á lífsleiðinni. Við þessa
ókind var Guðjón, eins og áður segir
ekki hræddur, og oft skeði það að þeir
-33-