Goðasteinn - 01.09.1997, Page 37
Goðasteinn 1997
hrollvekjandi spenna í
bræðrunum, sem
hríslaðist um þá alla
og hélt þeim í greip-
um sér svo lengi, sem
kisu þóknaðist að taka
ákvörðun.
Kisa lagði skottið
fram með sér, gerði
krók á endann á því,
sem hún krækti svo
um báða framfætur og
geispaði. A meðan
þcssu fór fram á
gólfinu lágu bræð-
urnir í rúmum sínum
og biðu í ofvæni eftir
framhaldinu. Þetta var
ekki í fyrsta sinn, sem
kisa reyndi í þeim
þolrifin á þennan hátt,
og hélt þeim í
krampakenndri óvissu
svo lengi sem henni
hentaði. Engin af
hinum venjulegu
veiðibrellum þeirra
bræðra, sem oft
höfðu skilað árangri,
virtist hafa hin
minnstu áhrif á hana.
Þeir kis-kisuðu hana, engin viðbrögð,
þá var gripið til þess gamalreynda ráðs,
sem oft gafst vel við líkar aðstæður,
hendi var gripið í það horn sængurinn-
ar sem fram snéri, og því lyft og kisu
bent að gera svo vel. Það var oft, sem
svona boði var tekið, en núna var það
ekki skoðað. Allt í einu hætti hiin að
Gunnar á Hlíðarenda hittir Hallgerði langbrok á
Þingvöllum. Utsaumur Sigríðar Einarsdóttur frá
Dufþaksholti, byggður á málverki Tryggva
Magnússonar. — Mynd: Byggðasafnið í Skógwn.
sleikja á sér löppina, en hélt henni á
lofti og vatt sér liðlega innfyrir rúm-
stokkinn hjá Guðjóni. Svona fór það.
Ólafur sat eftir með sárt ennið, hann
var ekki viss undan hvoru sveið sárar,
ósigrinum eða glottinu, sem breiddist
yfir fésið á Guðjóni um leið og hann
leit til hans.
-35-