Goðasteinn - 01.09.1997, Blaðsíða 40
Goðasteinn 1997
en nú höfðu þeir verið minntir rækilega
á að hvorttveggja var til. Þeir reyndu
að láta sem minnst bera á hvað mikið
þeir skömmuðust sín fyrir áreksturinn
við ísinn á pollinum.
Það bar stundum til seinna þennan
vetur ef gott verður var og ís yfir öllu,
að systkini bræðranna, Magnús og
Guðrún, sem bæði voru nokkru eldri en
þeir, leituðu frétta hjá þeim hvort ekki
væri rétt að nota góða veðrið og fara í
bað, því nóg væri vatnið. Þetta voru
leiðar spurningar, sem ekki var hægt að
svara. Kannski var það þess vegna,
sem Guðrún og Magnús settu upp svo
einkennilegan svip þegar þau voru að
leita frétta um þetta efni. Bræðurnir
reyndu eftir bestu getu að vinna sig í
álit á ný í augum fólksins, og endur-
heimta sjálfstraustið, sem hafði hrapað
ískyggilega mikið eins og við var að
búast. Það varð samdóma álit þeirra, að
þeir yrðu að brjóta gat á ísinn á poll-
inum, sem væri nógu stórt til þess að
hægt væri að koma fætinum í gegn um
það, og ná þannig niður í vatnið til að
prófa skinnsokkana eins og áformað
var. Það mátti telja víst að svipur sumra
tæki miklum breytingum, þegar þeir
sæu að ferðin að pollinum hefði heppn-
ast eins og best varð á kosið.
Þeir sóttu járnkarl, og gripu auk
þess slaghamar, sem varð á leið þeirra,
og héldu aftur út að pollinum. Sjálfsagt
var að Guðjón byrjaði á verkinu þar
sem hann var eldri. Ekki var járnkarl-
inn hans meðfæri, enda gafst hann
fljótt upp eftir að hafa sloppið naum-
lega við að pjakka í tærnar á sér með
honum. Olafur þreif þá hamarinn báð-
um höndum, og hugðist sýna Guðjóni
hvernig ætti að brjóta gat á ís. Hann
reiddi hamarinn hátt yfir höfuð sér og
hugðist brjóta, ekki gat, heldur vök í
ísinn í einu höggi. Hér fór þó eins og
máltækið segir: „Sjaldan verður mest
úr því högginu, sem hæst er reitt“. Nú
gerðist það jafnsnemma að Ólafur
reiddi hamarinn yfir höfuð sér, og
missti um leið takið á honum svo að
hann féll niður á ísinn við fætur hans
án þess að valda neinum skaða. Þeim
skildist nú að verkfærin væru of þung
fyrir litlar hendur, þá varð að bíða þess
að hlánaði, og sú leið var valin. Ekki
gátu bræðurnir varist því að gefa vök-
inni, þar sem vatnið í bæinn var tekið,
hýrt auga. En um hana giltu svo strang-
ar reglur, að ekki var vogandi að brjóta
þær.
Skinnsokkaeignin gafst ekki vel,
það fékkst aldrei sannað, hvort þeir
væru of lágir eða pollarnir of djúpir,
það eitt sannaðist að þeim hætti mjög
til að blotna að innan.
-38-