Goðasteinn - 01.09.1997, Page 47
Goðasteinn 1997
Áveituskurðir í Austur-Landeyjunum, eins og þeir líta út í dag. - Mynd: Jóhann G.
Guðnason
árin. 1910-1913, en vextir og afborg-
anir 1914-1929. Hæsta lán á býli var
62 kr. 37 aurar, úthlutað Önundar-
stöðum (21 hundruð, í eyði) Fimm
minnstu býlin 4-5 hundraða fengu um
15 króna lán. Ellefu býli voru að mati
10-15 hundraða, taldar allgóðar bú-
jarðir áður fyrr. Matið ekki miðað við
stærð jarða eingöngu, líka öðrum kost-
um.
Minnstu jarðirnar voru mjög lélegar
bújarðir, en voru þó umsetnar vegna
skorts á jarðnæði. Helstu lánin hvíldu á
þessum fimm jörðum:
Önundarstaðir 62,37 krónur (í eyði),
Bryggjur 56,43 kr. (áður tvíbýli, í
eyði). Stóra-Hildisey 56,43 kr., Ljótar-
staðir 53,46 kr. og Gularás 47,52 kr.
A meðaljörð var lán um 20 krónur.
Ekki há tala, en þá var „krónan króna“
og margir bændur fátækir, áttu kannski
ekki krónu handbæra.
Árið 1914 hófst innheimta afborg-
ana og vaxta. Starf eftirlitsmanns, sem
svo var nefndur, var tímafrekt. Hann
þurfti að sækja heim 30 búendur á
hverju vori. Því varð vart lokið á
skemmri tíma en þrem dögum. Ekki er
kunnugt um innheimtulaun.
Fyrsti innheimtumaðurinn var
Guðmundur Sigurðsson, bóndi í Litlu-
Hildisey (1907-16). Hann flutti til
Vestmannaeyja, útgerðarmaður þar og
vegaverkstjóri víða um landið. Eftir-
litsmaður skráði í löggilta skýrslubók
allar afborganir og vexti.
Tyrfingur Björnsson á Bryggjum
(1915-1934) sá uin innheimtu 1916-
1921 og Eyjólfur Bárðarson, Guðna-
stöðum árið 1922. Þá tók við starfinu
Árni Erlendsson bóndi á Skíðbakka
(1904-1934). Hann var innheimtu-
maður 1923-1928. Síðastur var Gissur
-45-