Goðasteinn - 01.09.1997, Page 48
Goðasteinn 1997
Gíslason, bóndi í Litlu-Hildisey (1916-
1949 og 1956-57) sem var innheimtu-
maður 1929.
/
Ulfsstaðahverfisveita
I skýrslum Sigurðar Sigurðssonar er
vart minnst á þessa áveitu úr Affallinu.
Spurning hvort hiin hafi verið komin í
gagnið fyrir Álaveitu. Hitt er víst, að
hún var í veitukerfinu 1910. Veita þessi
náði til 5 bæja vestast í sveitinni: 4 í
Ulfsstaðahverfi og Hallgeirseyjarhjá-
leigu. Aðfærsluskurður 8-10 feta
breiður efst, var grafinn nokkru ofan
við hverfið og náði sem aðalskurður að
nyrstu engjum, þá Efri-Úlfsstaða-
hjáleigu (nú Sléttuból). Þar mjókkaði
skurðurinn verulega og var um 3 feta
djúpur. Mun hafa verið veitt á efstu
engjar fyrst og svo áfram. I Efri-Úlfs-
staðaengjum voru þrír aukaskurðir.
Vatnið var „tekið“ tvo daga í senn ef ég
man rétt. Stundum rann það heimundir
gamla túngarð og þá var gott að vaða í
glóðvolgu vatninu. Betra þótti jökullit-
að vatn heldur en tært. Svo hagaði til
að allvænan garð varð að hlaða fyrir
mynni skurðsins (skurðskjaftinn) og út
í álinn sem féll að austurbakka Affalls-
ins. Þá er „vatnið var tekið“ í maí fór
verkfær maður frá hverjum bæ, sumir
með hest og vagn til þess að flytja
sniddu í garðinn. Þetta var um 2-3 daga
verk að minnsta kosti. í vetrarflóðum
gat garðurinn horfið að mestu, hann var
a.m.k. jafnan mjög skörðóttur.
Eitt vor var svo komið að garðurinn
var horfinn að mestu og mikið verk að
endurbyggja hann. Þá kom Magnús
Jónsson, ráðsmaður Guðbrands kaup-
félagsstjóra, sem bjó í Hallgeirseyjar-
hjáleigu með þá tillögu að grafa nýjan
aðalskurð um 500 föðmum ofar, og
skyldi sameinast gamla skurðinum ekki
alllangt frá upptökum. Ekki leist öllum
vatnsbændum á þetta, en að því ráði
var þó horfið. Þetta var margra daga
verk nokkurra manna, líklega hálfs
mánaðar. Loks var því lokið og síðasta
haftið grafið sundur svo vatnið gæti
flætt inn í mannvirki þetta.
Eftirvænting lá í loftinu
Að loknu síðasta dagsverki kom
Magnús ráðsmaður við hjá okkur á
Úlfsstöðum, en faðir minn ókominn,
svo Magnús flutti fyrstu fréttir. Vænn
hluti vorverka fór í þennan skurð.
Mamma spurði um nýju áveituna.
Magnús glotti við, ekki glaðbeittur að
venju: „Það er svona svipað og að bera
vatnið í skinnsokk á engjarnar."
Reyndin varð sú, að þótt aðalállinn
lægi vel við, þá streymdi hann framhjá
þessum fallega skurði, sem hefur legið
of þvert á strauminn. Úlfsstaðahverfis-
veita hefur lílclega lagst af 1930-40.
Valtýs þáttur Stefánssonar
Valtýr Stefánsson (1893-1963).
Stúdent árið 1911. Búfræðinám á Hól-
um 1911-12. Kandidat frá Búnaðar-
háskólanum Kaupmannahöfn 1914.
Framhaldsnám í búvísindum til 1918.
Sýslu- og jarðræktarráðunautur Bún-
aðarfélagsins til 1924. Síðan ritstjóri
Morgunblaðsins til æviloka. Formaður
Skógræktarfél. íslands 1940-1961. Átti
-46-