Goðasteinn - 01.09.1997, Page 50
Goðasteinn 1997
áveita á svæðinu væri vonlaus og verk-
ið féll niður um árabil. I skýrslu Sig-
urðar Sigurðssonar í Búnaðarriti 1919
segir, að eftir ósk Gunnars Sigurðs-
sonar lögmanns (Gunnars frá Selalæk)
þá eiganda jarðarinnar Voðmúlastaða,
hvort vatn úr Hólmalænu neðan við
fjárréttina gömlu mundi nást sem á-
veita á Voðmúlastaðahverfi og fleiri
jarðir. Alit Sigurðar var, að til þessa
fyrirtækis þyrfti ítarlegri mælingu en
unnt væri að gera að sinni. Mæl-
ingarnar gerði Valtýr og lauk þeim
vorið 1922.
Skrifari þessa þáttar átti þá heima á
Ulfsstöðum. Þá fór hjá garði lest
klyfjahesta (3-4) og fylgdu tveir menn
ríðandi. Þar voru á ferð Valtýr Stefáns-
son og Steinar Stefánsson. Spurði
Valtýr einhvern, hvort þetta væri ekki
rétta leiðin að Hallgeirsey. Munu hafa
ætlað að gista hjá Guðbrandi kaup-
félagsstjóra. Þá var enn vinátta með
Valtý og Tímamönnum. Þótti skrifara
sérlegt við þetta ferðalag að sjá mæli-
tækin sem þeir félagar flutt með sér á
hestum.
Voðmúlastaðaveita komst í gagnið
vorið 1923 og þá í Voðmúlastaða-
hverfi. Síðan lengdist skurðakerfið
sígandi og syðstu jarðirnar fengu
áveitu. Oddakot (þá tvær jarðir) og
Hólmur, auk þess Kanastaðir, Sel og
Selshjáleiga. Þá er vatnið (áveitan)
„var tekið“ sem kallað var á vorin, var
það látið renna til syðstu jarðanna og
fengu þær áveituna fyrst. Þeir sem
norðar bjuggu hlóðu svo í hjá sér þegar
þeirra tími kom. Mun hver bær (jörð)
mátt hafa vatnið um það bil viku. Þar
sem svo hagaði til voru í sumum lilfell-
um tveir bæir um aðveituskurð út frá
aðalskurði.
Tímasetningar, hvenær hinn eða
annar átti að fá vatnið, voru mjög
nákvæmar, jafnvel á tilteknum klukku-
tíma, og gat verið á hvaða tíma sólar-
hrings sem var!
Lán var tekið til framkvæmda, en
ekki er vitað hvar (Landsbanka) eða
hver lánsupphæðin var.
Fyrsti „vatnsveitustjóri“ Aveitufé-
lagsins var Geir Isleifsson bóndi á
Kanastöðum. Jón Arnason í Hólmi tók
við eftir lát Geirs. Síðan var Halldór
Jónsson á Kanastöðum veitustjóri. Þá
er hlaðið var fyrir vötnin innan við
Dímon, var sett flóðgátt á garðinn svo
að Landeyingar gætu náð áveituvatni á
vorin. Þetta gekk vel eitt eða tvö vor.
En svo gróf Markarfljót sig svo ræki-
lega niður meðfram garðinum þar sem
flóðgáttin var, að ókleift reyndist að ná
vatninu, enda ekki upp á annað að
hlaupa en handverkfæri á þessum tíma.
Vorið 1945 var ekki bílfært heim að
Voðmúlastöðum vegna áveitunnar. Þá
var lofað að taka vatnið af 20. júní. Þá
nálgast lok áveitu í Landeyjum og
ræktunin tekur við.
Gagnsemi áveitu
Björgvin Filippusson bóndi á Ból-
stað í Landeyjum: „Annars var það
áveitan sem bjargaði okkur. Það var allt
Valtý að þakka. Aður var búið að veita
vatni á allstórt svæði í A.-Landeyja-
hreppi en verkfræðingar töldu, að
-48-