Goðasteinn - 01.09.1997, Page 51
Goðasteinn 1997
engin aðstaða væri til áveitu á lönd
Voðmúlastaðahverfis og annarra býla
ofarlega í sveitinni, en þá kom Valtýr
Stefánsson til sögunnar, mældi upp og
fyllyrti að þetta væri mögulegt, en
raunar mikið verkefni og ef til vill
bændum ofvaxið. Á öðru ári eftir að ég
flutti að Bólstað náðist vatnið, og fimm
árum síðar var áveitan komin í fullt
lag. Breytingin sem á varð, var meiri
en vonir höfðu framast staðið til.
Slægjur margfölduðust og jörðin varð
Gósenland, og upp frá því fór allt að
ganga betur“ (Fólkið í landinu 1).
Sigurður ráðunautur ritaði mikla
grein um Vatnsveiturnar í Búnaðarritið
1919. Þar segir, að flatengi og flæði-
engi, sem fengu nægilegt vatn sumarið
áður, spruttu sæmilega. Best spruttu
engjar sem lágu undir ís og vatni allan
veturinn. í Grágás segir: „Hann á að
gera stíflu í engi því, ef hann vill. og
grafa engi sitt og veita vatni á engið ...
Eigi skal hann annara manna lönd
meiða í veitu sinni.“
Fátt er vitað um áveitur frá því er
kemur fram á 15. öld til síðari hluta 18.
aldar. Þá segir frá áveitu- og fram-
skurðarfélögum á 19. öld. Þá vikið að
Landeyjaveitu. „í Landeyjum er áveita
svo að segja á hverri jörð. Stærsta veit-
an er í Austur-Landeyjum gerð árin
1909-1910 ... Aðfærslu- og veituskurð-
ir um 15.500 metrar og affærsluskurðir
5000 m. Áveitusvæðið nálægt 1000
hektarar. Verkið allt er um 2000 dags-
verk — Kunnugir telja að 2700 hestar
heyist meir en áður, um 90 hestburðir
að meðaltali á mann á svæðinu. „Auk
Einar Arnason bóndi í Miðey
þess er vatni veitt á surnar jarðir í sveit-
inni úr Affallinu og Hallgeirseyjar-
fljóti.“
Enn ritaði Sigurður Sigurðarson um
reynslu af áveitunni í Búnaðarrit 1920.
Hann nefnir mælingar Sigurðar Thor-
oddsen verkfræðings, Jóns Isleifssonar
og Th. Krabbe. Sigurður telur að halli
lands ráði nokkru um árangur og mis-
jafn jarðvegur. Sumar áveitur hafi
brugðist, en flestar geri gagn. Sumir
segi, að spretta minnki eftir 8-10 ár.
Ástæðan sé ef til vill ófrjór jarðvegur
og framræslu sé víða ábótavant.
Sigurður skrifaði nokkrum bændum
árið 1911 og spurði um reynslu þeirra
af áveitum. Meðal þeirra er svöruðu
var Einar Árnason í Miðey. Hann telur
reynslu ekki næga (2 ár). Hann hefur
notað það sem hann nefnir seytlu
(rennsli). Telur grasvöxt aukast um
helming eða allt að því er vatn er nóg.
-49-