Goðasteinn - 01.09.1997, Síða 56
Goðasteinn 1997
því að hann yrði ekki
jafn niðurlægjandi og sá
sem var nýafstaðinn.
Guðrún lá á óumbúnu
rúminu heima hjá sér.
Græna flaskan stóð á
náttborðinu og glotti
illkvittnislega. Guðrún
var myndarleg kona, en
hún bar þjáningar sínar í
andlitinu. Hver otaði
henni út í þennan hræði-
lega leik ? Hver úthlut-
aði henni þessu vesæla
lífi, sem hafði eyðilagt
son hennar ? Dökkt hár
hennar var vannært og
gamli glettnisglampinn
var alveg horfinn úr
stóru fallegu augunum
hennar. Hún átti sárar
minningar sem vart
þorðu að líta dagsins
ljós. Og nú óttaðist hún
að hafa misst það eina,
sem hún átti eftir. Litla
gullmolann sinn. Hún
brast í grát. Tárin flæddu
í stríðum straumum og
hún saug eitt kodda-
hornið til að kæfa mesta
ekkann. Núna loksins
hafði runnið upp fyrir
henni ljós. Hún hafði
gleymt Bjarti og tekið
ókunnuga karlmenn fram
yfir hann. Og kannski
kæmi strákurinn aldrei
aftur heim. Lögreglan
ætlaði að leita. En hún
hafði ekki einu sinni
vitað í hvaða fötum
strákurinn var. Hann
stóð þarna úti einhvers
staðar einn og yfirgefinn
og móðirin hafði gleymt
honum. Nei, nú gat hún
ekki meira. Hún þreif
bannsetta flöskuna og
grýtti henni í vegginn,
hélt áfram að mölva
brotin þar til ekkert var
eftir. Loks féll hún aftur,
útgrátin með samankuðl-
aðan bangsa í blóðugum
lófanum. Ef það hefði
ekki verið vegna
sjálfsvígsins, vegna
flöskunnar, vegna sorg-
arinnar, þunglyndisins ...
nei, engar afsakanir,
þetta var allt henni að
kenna. Henni að kenna
að litli, óhamingjusami
strákurinn hennar var
horfinn. Kannski að
eilífu.
Það var farið að
rökkva úti og Bjarti var
kalt. Hann skalf af kulda
á myglaðri og súrlykt-
andi dýnunni í gamla
kartöflukofanum. Bara
að mamma vissi að hann
væri horfinn. Bara að
hún myndi sakna hans
pínulítið. Þó það væri
ekki nema í bara fimm
mínútur. Hann langaði
aftur heim. En hann var
samt pínu hræddur líka.
Kannski vildi mamma
ekkert fá hann aftur
heim. Kannski var hún
bara fegin að hann fór.
Hann ráfaði út í myrkrið,
stefnulaus varamaður.
Djúpt sokkinn í hugsanir
sínar stóð hann skyndi-
lega fyrir framan
lögreglustöðina og grét.
Þetta voru fyrstu tárin
eftir að pabbi dó. Tárin
hans pabba. Hann grét
hástöfum, líka í fína
löggubílnum, sem hann
hafði alltaf dreymt um að
fá að sitja í. Jafnvel þótt
löggurnar reyndu að gefa
honum nammi og setja
sírenurnar á, hætti hann
ekki að gráta, þótt hann
langaði það.
Dyrabjöllunni var
hringt, og Guðrún spratt
á fætur. Þetta varð að
vera hann. Hún þurfti að
segja honum svo margt.
Hún vildi faðma hann,
lesa fyrir hann, hugga
hann. Hún reif upp
hurðina, og þarna var
hann. Lítill og aumkun-
arverður á milli tveggja
-54-