Goðasteinn - 01.09.1997, Blaðsíða 60
Goðasteinn 1997
og þar sat hún þegar mamma kom
hlaupandi og hafði snör handtök við að
hjálpa okkur út.
Þetta mun hafa verið fimmtudags-
morgunn og var allt kyrrt að kalla
næstu dægur.
En næstu sunnudagsnótt rétt fyrir
nriðnætti vakna allir í baðstofunni við
feikna snarpan jarðskjálftakipp, en
hann stóð ekki lengi.
Fannst okkur eins og hávaðinn
kæmi mestur frá svokölluðu nýjabúri,
þar sem mamma geymdi leirílát í opn-
um hillum, sem fest var á timburvegg.
Engum datt í hug að þar væri heilt
ílát eftir.
En þegar pabbi fór svo fram að at-
huga skemmdirnar, kom í ljós, að að-
eins tveir eða þrír efstu diskarnir á
staflanum höfðu kastast fram á gólfið,
ásamt nokkrum bollum og brotnað í
mél.
Þessi síðasti kippur jók enn á ný ótta
fólks og kvíða.
Enn gekk það þó að sínum störfum,
bæði heyskap og heimaverkum, og
reynt var að hjálpa þeim að byggja
upp, sem verst voru staddir með hús
fyrir fólk og fénað fyrir veturinn.
A heimili foreldra minna urðu til-
tölulega litlar skemmdir, þó man ég að
torfveggir sprungu í eldhúsi og fjár-
húsi, en hrundu þó ekki.
Það sem mest og best hjálpaði í öll-
um þessum þrengingum var það, að
veðurfar var mjög stillt og hlýtt þetta
haust, svo fólk gat búið í tjöldum fram
til veturnótta eða lengur. Sumir sváfu í
heyhlöðum, en þær voru fáar í Fljóts-
hlíðinni á þeim tíma. Hjá okkur var
stór heyhlaða heima við bæinn.
Hún var veggjafull af velverkuðu
heyi þegar jarðskjálftarnir byrjuðu.
Þar fengu tvær fjölskyldur að sofa í
þrjár vikur um haustið, meðan verið
var að gera við skemmdirnar heima hjá
þeim. Aftur á móti sváfum við öll
hverja nótt í okkar baðstofu, og engan
sakaði, enda var hún traustbyggð eins
og annað, sem afi minn lagði hönd að
verki, en hann hafði smíðað hana fyrir
allmörgum árum.
Eg hef nú reynt að lýsa þremur
fyrstu hræringunum sem dundu yfir, en
þar með er ekki talin fjórði snarpi kipp-
urinn, sem kom um miðjan dag 5. sept-
ember og sá síðasti, sem ég man eftir á
þessu eftirminnilega tímabili. Þá var
allt heimilisfólkið úti við heyskap
nema amma, hún var við matargerð í
eldhúsi og systir mín tveggja ára, sem
svaf miðdegislúrinn sinn. Þegar amma
fann jarðskjálftann, hljóp hún inn í
baðstofuna til að sækja barnið og koma
því út, en sú litla var þá á leið út og
sagði, að hann Bonni hefði verið að
hrista sig upp á þekju (Bonni var
hvolpur á heimilinu).
Eftir þetta fór allt að smáfærast í sitt
fyrra horf, en óttinn sat í huga fólksins
lengi á eftir. Ekki síst í hugum barn-
anna, sem voru komin á þann aldur, að
þau skildu hættuna og hörmungarnar
sem þessum hamförum fylgdu.
Ég minnist þess að ég og elsti bróðir
minn, sem þá var 9 ára, vorum oft látin
sækja hesta þetta haust og gera ýmsa
aðra smásnúninga.
-58-