Goðasteinn - 01.09.1997, Page 79
Goðasteinn 1997
þeirra erinda. En svo var vikurinn léttur
að þótt ég setti á bílinn eins og framast
tolldi á honum, var alveg eins og hann
væri jafntómur á austurleið sem útleið.
Þegar tími var til kominn, voru steyptar
plötur úr þessu efni og þær síðar settar
innan á alla útveggi til einangrunar sem
reyndist frábærlega vel. Má því segja
að þarna hafi orðið nokkurt gagn að
gosinu og búa skólahúsin í Skógum að
þessu enn í dag.
Mikið byggingarefni
— Sumarið 1947 var unnið við upp-
slátt og undir haust var steyptur kjallari
aðalskólahúss og sundlaugar sem og
grunnur undir leikfimihús. Arið eftir
var svo lokið við uppslátt og veggir
síðan steyptir upp í fulla hæð. Eftir það
var tekið til við að gera yfir hús og gera
þau fokheld. Mikið magn þurfti af
steypu í veggina og minnist ég þess að
stundum var ég vikum saman í
malarakstri. Við höfðum að vísu eina
steypuhrærivél, en að öðru leyti var
tæknin ekki meiri en svo, að allri möl
var mokað með skóflu og allri steypu
ekið í hjólbörum eða borin í fötum, svo
að oft var hjá okkur mikil erfiðisvinna.
A þessum árum var oft vöruskortur og
því erfitt að fá byggingarefni. Tafði það
talsvert fyrir framkvæmdum og seink-
aði verkum. Þá þurfti líka að fá leyfi til
að gera þetta eða hitt og man ég að
ekki fékkst leyfi til að steypa upp veggi
leikfimihússins um leið og aðra veggi í
skólahúsunum og skyldi sú fram-
kvæmd bíða betri tíma. En þá tók
Björn Fr. Björnsson, sýslumaður og
formaður bygginganefndar, af skarið
og ákvað að reisa húsið leyfislaust og
var það gert. Mun hann hafa óttast að
þetta hús mundi að öðrum kosti seint
verða byggt eða kannski aldrei. Sama
máli gegndi um sundlaugarhúsið sem
var steypt upp og gert fokhelt, þótt
laugin sjálf kæmi ekki fyrr en löngu
síðar.
Síðustu handtökin fyrir opnun
skólans
— Velurinn 1948-49 var unnið við
múrhúðun skólahússins að innan,
uppsetningu milliveggja og margvísleg
verkefni önnur, svo að þá fór að koma
nokkurt húslag á þetta. Einar Þor-
varðarson frá Reykjavfk var múrara-
meistari og vann þetta af mikilli prýði.
Múrhúðun að utan var látin bíða og var
það ekki fyrr en sumarið 1951 sem því
verki var lokið. Meistari við það var
Guðjón Benediktsson frá Reykjavík
sem einnig vann sitt verk afar vel. Um
sumarið 1949 var lokið við frágang á
nánasta umhverfi skólans og jafnframt
unnið af krafti að fjölþættum verk-
efnum innan dyra, enda var þá farið að
tala um að skólinn tæki til starfa um
haustið, þótt margt væri enn hálfkarað
og sumt ógert. Staða skólastjóra var og
auglýst og Magnús Gíslason ráðinn í
starfið. Flutti hann austur seinni hluta
sumars og man ég vel að ég var að
vinna um mánaðartíma við að ljúka
ýmsum verkum í íbúð hans eftir að
fjölskyldan var sest þar að.
-77-