Goðasteinn - 01.09.1997, Page 81
Goðasteinn 1997
Jóhann G. Guðnason, Vatnahjáleigu:
Veðurfar í Landeyjum 1996
Janúar
Janúar var hægviðrasamur og aust-
an- og norðaustanáttir nær alls ráðandi.
Veðurhæð fór mest í 8 vindst. í hviðum
þann 6. Það var því nær logn 8 daga
sem er óvenjulegt um há-
vetur. Fyrri hluti mánað-
arins var frostlaus og hiti
að deginum oft 4-6° og
komst í 7° dagana 6., 7.,
og 8. Þann 17. kólnaði
nokkuð og fór hiti niður í
1 -3° að deginum og sam-
fellt frost var dagana 18.,
20., 21., 26., og 29.-31.
og fór mest í 5° þ. 21.
Það rigndi samfellt einn
dag og hluta úr þremur
dögum. Sólar naut 7 daga
og hluta úr tveimur dögum, skúrir 7
daga og snjó- eða slydduél tvo daga.
Að öðru leyti skýjað.
Við athugun 20. jan. var lítill klaki í
jörð þrátt fyrir kuldakastið seinni hluta
desember 1995.
Febrúar
Austan- og norðaustanáttir voru að
mestu ráðandi í mánuðinum og yfirleitt
hægar að undanskildum þrem dögum,
21., 23. og 24., en þessa daga komst
veðurhæð í 9 vindst. í hviðum í
norðaustanátt. Þann 23. var vonsku-
veður um allt land. Vægt frost var öðru
hvoru á tímabilinu 1.-18. febrúar, en að
morgni þ. 19. var 8° frost og frá 21 .-28.
var samfellt frost, mest 13° að kvöldi
þ. 26., en þessa tilteknu daga var 4-6°
frost að degi til og komst
mest í 7°. Frostlausu
dagana var hitastig yfir-
leitt 2-4° og komst í 5°
dagana 3., 14.. 15., 20. og
29. (hlaupár). Þann 18.
var snjókoma til kl. 17 og
varð jafnfallinn snjór um
sm. Auk þess var
snjókoma hluta úr tveim
dögum. Sólar naut meira
eða minna 11 daga, rign-
ing fjóra daga, skúraveður
8 daga. Snjókoma einn dag og snjóél 5
daga, en að öðru leyti skýjað.
Mars
Þrjá fyrstu dagana var logn og síðan
austlægar áttir til 18. mars og yfirleitt
hægar að undanskildum 8. mars, þá var
ANA-hvassviðri. A þessu tímabili var
frostlaust og hiti oft á bilinu 5-7°. Þann
8. og 15. komst hiti í 8° og í 9° 16. og
18. Frá 18. til 28. tóku við hægar
norðlægar áttir og var nokkrum sinnum
frost að morgni og kvöldi og talsvert
næturfrost í sumum tilvikum, t. d. 8°
-79-