Goðasteinn - 01.09.1997, Page 94
Goðasteinn 1997
Þá segir sagan að Brynja Benedikts-
dóttir hafi lýst þannig vinnufélaga
sínum:
Opnar frúarvœng upp á gátt
Agnar með leiftursóknum,
en vinnur svo alltafá einhvern hátt
endataflið með hróknum.
Guðmundur heitinn Böðvarsson á
Kirkjubóli var ekki aðeins stórskáld,
heldur einnig einn af okkar bestu
vísnasmiðum. Mér finnst alltaf gaman
að þessari vísu hans:
Ekki get ég að því gert
að mig dreymir stundum
hvítt og mjúkt og hlýtt og bert
hold á ungum sprundum.
Ein besta hestavísan sem ég kann er
eftir hann:
Hjörtun dreymir, bylgjast blœr,
björtu heimur krýnist.
Stundin gleymist, geðið hlcer
grundin streyma sýnist.
Ég lærði þessa vísu svona, en hef
séð hana í ýmsum myndum, en finnst
sennilegt að hún sé hér í sinni réttu
mynd.
Hvað er best?
Þorsteinn Kristinsson var vörubíl-
stjóri á Dalvík, vínmaður og hesta-
maður, látinn fyrir fáurn árum. Hann
var að því spurður hvað hann mæti nú
mest, konur, hesta eða vín, og hann
svaraði:
Númer eitt ég nefni vín,
nœst vil hesti ríða.
Heima situr heillin mín,
hún verður að bíða.
Steini tók gjarnan þátt í vísnaleikj-
um með nágranna sínum, Haraldi
Zóphaníassyni á Jaðri. Haraldur kvað
um sunnlenska stúlku, sem vann við
mötuneyti sjómanna á Dalvík:
Skrefagreið og skjótráð var,
skörp á veiðisprettum.
Vék á leiðir Venuscu;
vön úr Skeiðaréttum.
Þetta minnir á vísu Braga Björns-
sonar á Surtsstöðum eystra, en hann
lýsir stúlku svo:
Finnst sér holla heilsubót
heimsins sollur geyma.
Eins og rolla um círamót
aldrei tollir heima.
Um norðanmenn
En víkjum aftur til Haraldar. Hann
kvað þennan palladóm um Skag-
firðinga:
Vistaföng og varman stað
veita löngum gestum,
en búa svöngum illa að
útigönguhestum.
-92-