Goðasteinn - 01.09.1997, Page 95
Goðasteinn 1997
Þorsteinn sendi vini sínum, Stein-
grími Oskarssyni á Sökku (bróður
Guttorms og Sigga í Krossanesi) þessa
afmælisvísu:
Þynnist hár og þyngjast brár
þegar árin líða.
Er við táirið orðinnfár,
en alltafklár að ríða.
Það þarf víst ekki að taka fram að
Steingrímur er landskunnur hesta-
maður.
Sagan segir að eitt sinn hafi Heið-
rekur frá Sandi verið staddur á sam-
komu Hiinvetningafélagsins í Reykja-
vík og þá verið að því spurður, hver
væri munurinn á Húnvetningum og
Þingeyingum. Hann svaraði þannig:
Það sem skilur okkur að
er í raun og veru
að Húnvetningar þykjast það
sem Þingeyingar eru.
Kunnar eru vísur Höskuldar frá
Vatnshorni af sama toga:
Þegar mín er gerð upp gröf
og grasið vex þar kringum,
öðlast ég þá góðu gjöf
að gleyma Húnvetningum.
Ljúga, stela, myrða menn
og meiða vesalinga.
Þessu trúi ég öllu enn
upp á Húnvetninga.
Þessar vísur voru ortar í stríðni og
gamni, en það hef ég fyrir satt að
Höskuldur hafi séð eftir þeim, því að
þær fengu vængi, en fáir vissu um
tilefnið.
/
I góðsemi vegur þar...
Á bernskuárum kynntist ég Erlendi
Árnasyni á Gilsbakka í Vestmanna-
eyjum. Hann var alinn upp í Fljóts-
hlíðinni, ágætur hagyrðingur, en stund-
um heldur níðskældinn og grófur. Einu
sinni var hann að koma frá guðsþjón-
ustu í Landakirkju, þar sem sr. Halldór
Kolbeins hafði prédikað. Hann var
spurður að því, hvernig honum hefði
þótt ræðan og svaraði:
Ekki reynist andans gróður
eins og þörfin krefur.
Sáralítið sálarfóður
séra Halldór gefur.
Guðmundur hét rnaður Jesson í
Vestmannaeyjum, venjulega kallaður
Gvendur Jis, sérstæður og ekki óvanur
því að við hann væru strákar með glett-
ur. Erlendur gekk framhjá gamla
Gvendi að morgni dags, þar sem hann
vann við þurrkun fiskbeina og ávarpaði
hann:
Góðan daginn, Gvendur minn . . .
Gvendur lifnaði allur við, þegar
hann var ávarpaður svona vingjarnlega,
en svipurinn breyttist þegar framhaldið
kom:
93-