Goðasteinn - 01.09.1997, Page 100
Goðasteinn 1997
Miðast efnistök þá, eins og vænta má,
við smekk höfundar og það hvað
honum þykir merkilegt og mikils um
vert.
Staðið í róðrum
Sjósókn var eins og áður sagði
stunduð frá Landeyjasandi öldum
saman. Ekki var þessi útgerð í stórum
stíl, fyrst og fremst var hún hugsuð til
að ná í nýmeti þegar þrengja fór að
heimilunum þegar líða tók á veturinn.
Eins og dropinn holar steininn setti
útræðið svip sinn á sveitina og þá sem
hana byggðu. Hér á eftir ætla ég að
lýsa undirbúningi sjóferðar, sjóferð og
því sem á eftir kom. Fléttast inn í þá
frásögn það sem ég ætla að fjalla um í
þessurn kafla þ.e.a.s. aðstæður til sjó-
sóknar, hjátrú og helstu orð og orðtök
tengd henni.
Þegar komið var fram á mánaðamót
þorra og góu var farið að huga að
útræði. Það fyrsta sem gert var til að
undirbúa sjóferðirnar var að huga að
sjóklæðunum. Venja var að mennirnir
gerðu við sín sjóklæði sjálfir. Saman-
stóðu þau af sjóstakk, sjóbrók sem
sjóskór fylgdu, sjóvettlingum og hinum
ómissandi sjóhatti. Skinnklæði voru
nefnd bösl og kallaðist það að basla sig
að klæðast sjóstakk og sjóbrók. Þegar
líða fór að róðrum fóru formenn um
fjörur og athuguðu hvort „kveikilegt"
væri, það er að segja hvort mikið væri
um fugl. Ef mikið sást af mávum benti
1 sbr. Þórður frá Bakka 1975:220
það til að loðna gengi, en þorskur
fylgdi jafnan loðnugöngum. Ef líkindi
voru til að fiskur væri farinn að ganga
voru skipin flutt fram á kampinn. Það
var kallað að draga fram eða framdrátt-
ur. I lok vertíðar voru skipin færð heim
að bæ eða að þeim stað sem þau skyldu
standa til næstu vertíðar. Var það kallað
að draga upp eða uppdráttur. Þá gerðu
menn sér glaðan dag og víða voru
haldnar svokallaðar uppsetningar-
veislur þar sem formaðurinn veitti oft
af rausnarskap. Ekki þótti annað við
hæfi en að veita vín og var oft glatt á
hjalla sérstaklega eftir góða vertíð.1
Þegar báturinn var kominn fram á
kampinn og líkur voru á að fiskigöngur
væru komnar framundir sandinn var
næsta tækifæri gripið til að fara í róður.
En yfirleitt gaf ekki á sjó nema í hægri
norðanátt. Ekki var nóg að sjór væri
sæmilega hægur, heldur þurftu hlið í
eyrunum næst landi einnig að vera til
staðar. Hliðin mynduðust helst í hafróti
samfara sunnanstormi. Aðstæðum til
útræðis frá Landeyjasandi lýsir sr. Jón
Skagan svo í bók sinni Axlaskipti á
tunglinu:
Þannig er háttað meðfram ströndunum,
að tvö sandrif myndast að jafnaði skammt
undan landi. Ytri grynningarnar nefnast
útrif, en þær, sem nær eru landi, eyrar. Hér
og þar á innri grynningunum myndast svo
rásir eða álar, sem liggja til lands og nefn-
ast hlið. Voru hlið þessi lendingarstaðir
bátanna. Auk hins tvíþætta brimgarðs, sem
þegar er nefndur, var svo brotið við landið
eða landsjórinn. Hann var síðasta og
-98-