Goðasteinn - 01.09.1997, Blaðsíða 102
Goðasteinn 1997
föstum skorðum. Ef bátsverjum þótti
líklegt að róið yrði, reyndu þeir að vera
komnir niður í fjöru fyrir birtingu því
þeir vildu helst vera rónir fyrir
sólarupprás. Væri hins vegar tvísýnt
um hvort róið yrði biðu þeir heima þar
til þeim var veifað.5 Þegar veifað var,
var stór veifa fest við stromp húss,
fyrst á sjóbæjunum en litlu seinna á
bæjum ofar í sveitinni. Bjuggu sig þá
allir sem ætluðu á sjó í skyndi, því ekki
þótti gott að láta bíða eftir sér í sandi,
og riðu til sjávar. Stundum kom fyrir
að rnenn þyrftu að bíða lengi framnri í
sandi eftir því að komast á flot, var það
kallað „að bræða sjóinn“6. Þegar
ákveðið hafði verið að róa tók skips-
höfnin til við að setja fram bátinn.
Fyrst var leyst ofan af, farviður7 borinn
niður í flæðarmál, var það kallað að
bera fram. Því næst var skipinu snúið
upp og stafni snúið til sjávar. Þar á eftir
var kollubandið gert upp og því smeygt
á hnýfilinn.8 Hlunnum var komið fyrir
framan við skipið og það reist á kjöl.
Aður en skipinu var lyft upp á hlunn-
ana sagði formaður: „Stöndum við nú
allir að í Jesú nafni“.9 A hlunnunum
var skipinu komið niður í flæði. Þar
voru árar lagðar í keipa, en mastur, segl
5 Haraldur Guðnason 20. feb. 1997
6 Björg Jónsdóttir 1974:10
7 Mastur og árar
8 Sá hluti bátsstefnis sem stendur upp fyrir
borðstokkinn
9 sbr. Þórður frá Bakka
10 sama heimild
11 Björg Jónsdóttir 1974:8
12 Guðmundur Daníelsson 1959:231
og varaárar lagðar ofan á þóftur í miðju
skipinu. Þá var „sett nær og stutt fram
í“10 en þannig var það kallað þegar
skipi var haldið eins nærri sjó og hægt
var meðan beðið var lags. Þegar for-
maður kallaði lagið gerði hann það
með orðunum „róið í Jesú nafni“n, var
þá ýtt á flot og sest undir árar. Þá var
mikilvægt að allir væru samtaka og
fljótir að taka til ára ef eitthvað var að
sjó. Þegar komið var út fyrir brim-
garðinn tók formaðurinn ofan og sagði:
„Biðjum nú allir almáttugan og eilífan
Guð að koma til okkar og vera með
okkur".12 Tóku þá allir ofan sjóhattana
og fóru með sína sjóferðabæn í hljóði.
Ekki fóru allir með sömu bænina, held-
ur hélt hver upp á sína. Hér á eftir fer
sjóferðabæn Magnúsar Magnússonar
frá Oddakoti:
Almáttugi Guð. Þú ert sá vísi og góði
höfuðskepnunnar herra og undir eins minn
faðir. I trausti hinnar náðarríku handleiðslu
byrja ég nú, veik og hjálparþurfi mann-
skepna, þessa hættulegu sjóferð. Þú þekkir
bezt þær hættur, sem mér og voru litla skipi
búnar eru af óstöðugu sjávarins hafi, sem
afmálar mér dauðans ímynd á hvurri öldu,
sem rís í kring þessu litla skipsborði, senr
ber mitt líf. Æ, vertu nú minn verndari,
minn leiðtogi og minn bezti förunautur, því
hvurjum skyldi ég þora að trúa fyrir mér ef
ekki þér, minn almáttugi faðir og trúfasti
lífgjafari? Banna þú þínum skepnum, vindi
og sjó, að granda mínu og voru allra lífi, þá
hlýða þær. Gef þú oss forsjárlega að geta
séð við öllum hættum af blindskerjum,
boðum og grynningum, en afvend sjálfur
þeim óþekktu. Uppljúk þinni hendi og send
oss þína blessun. Bjóð sjávarins afgrunni að
opna sitt ríka skaut til að uppfylla vorar
100-