Goðasteinn - 01.09.1997, Page 114
Goðasteinn 1997
Ingólfur Einarsson:
í Snjallsteinshöfða 1915
Minningar Guðjóns Marteinssonar frá Hallstúni í Holtum
Höfundur þessara minninga,
Guðjón Marteinsson frá Hallstúni í
Holtum, varfœddur 7. nóvember 1903
og lést 11. febrúar 1976 í Reykjavík.
Hann var togarasjómaður meginhluta
starfsœvinnar og annálaður þrek-
maður. Hann lenti að
minnsta kosti tvisvar í
miklum mannraunum: í
Halaveðrinu 7.-9.
febrúar 1925 á togar-
anum Agli Skallagríms-
syni, sem komst til
Reykjavíkur stór-
skemmdur eftir hrikaleg-
ar hamfarir veðurs og
hafs, og svo 10. apríl
1933, er togarinn Skúli fógeti strand-
aði í grennd við Stað í Grindavík, en í
því mikla slysifórust 13 menn, en 24
var bjargað með björgunartækjum
Grindvíkinga. Nokkur síðustu starfs-
árin var Guðjón vaktmaður við ný-
byggingu Borgarspítalans, og mun
hann þá Iiafa stytt sér stopular stundir
við aðfœra í letur nokkrar minningar
sínar og hugleiðingar. Kona hans var
Steinunn G. Árnadóttir frá Þverá í
Hallárdal í Húnaþingi, fœdd 18. jútní
1898, dáin 11. maí 1990. Þeimfœdd-
ust þrír synir, en tveir þeirra létust í
frumbernsku. Eftirlifandi sonur
Guðjóns og Steinunnar er Marteinn
véltæknifrœðingur og kennari, fæddur
27. desember 1936.
Hann er kvæntur Gerði
Hannesdóttur, f. 1941,
frá Akureyri, og eiga þau
þrjú börn.
Jóhann Teitur Magn-
ússon varfœddur 22.
april 1862 í Snjallsteins-
höfða og lést þar 14.
ágúst 1929. Kona Irnns
Halldóra Magnúsdóttir
fæddist 29. nóvember 1875 á
Ketilsstöðum í Holtum, en lést 28.
apríl 1970 i Reykjavík. Þau giftust 23.
júní 1910. Þau eignuðust ekki börn,
en tóku að sér tvö fósturbörn:
Laufeyju Fríðu Erlendsdóttur (1919-
1977) frá Þjóðólfshaga og Ingólf
Einarsson (f. 1927) sem er af
rangæskum og skaftfellskum ættum.
Ingólfur Einarsson
-112-