Goðasteinn - 01.09.1997, Page 115
Goðasteinn 1997
I Snj allsteinshöfða 1915
Á barns- og uppvaxtarárum mínum,
og nokkuð eftir að ég taldist nokkurn
veginn fulltíða maður, bjuggu í
Snjallsteinshöfða í Landsveit hjónin
Jóhann Teitur Magnússon og Halldóra
Magnúsdóttir. Ekki ætla ég að gera
tilraun til að ættfæra þau, enda mjög
illa gefinn í þeirri fræðigrein. Það
skiptir heldur ekki miklu ináli í sam-
bandi við þá fátæklegu frásögn, sem
hér um ræðir. Annars mun Jóhann
Teitur hafa alist þar upp hjá foreldrum
sínum, en eftir þeirra dag tóku þar við
búsforráðum synir þeirra Jóhann og
Teitur og bjuggu þar eitthvað með
ráðskonu. Ekki er mér kunnugt um,
hvaða ár það var, sem Halldóra réðist
þangað, líklega sem ráðskona. Að
nokkrum tíma liðnum felldu þau Hall-
dóra og Jóhann hugi saman.
Ekki kann ég frá tilhugalífi þeirra að
segja og hef aldrei annað heyrt en það
hafi verið á sams konar grundvelli reist
og tíðkast hefur með þjóðinni frá ó-
munatíö og nokkuð fram á okkar daga.
Að minnsta kosti entist þeim það bæði
vel og lengi og bar því vitni, að um
orðheldni og sameiginlegan fram-
tíðarsáttmála hafi verið að ræða. Þau
eignuðust ekki börn. Þó varð ekki séð
að það varpaði neinum skugga á sam-
búð þeirra, enda er það skoðun mín að
hjónaband þeirra hafi staðist alla
samkeppni bæði fyrr og síðar, þrátt
fyrir allar nútíma uppfinningar og
framfarir, sem taldar eru nú til dags
höfuðatriði í sambúð karls og konu, en
sem í mörgum tilfellum endist misjafn-
lega vel.
Guðjón Marteinsson og Marteinn
sonur hans
Annars áttu þessar línur ekki að vera
neinar bollaleggingar um hjónabönd,
hvorki frá fortíð eða nútíð, og ætla ég
því að snúa mér að fyrirhuguðu efni,
þó það verði ófullkomin og fátækleg
frásögn af þeim veruleika, sem ævin-
lega hefur gert mér sem uppvaxandi
unglingi heimilið kært og minnisstætt.
Teitur dvaldi áfram á heimilinu að
ég held sem lausamaður, og mun hafa
ráðið þar gjörðum sínum að flestu eða
-113-