Goðasteinn - 01.09.1997, Page 119
Goðasteinn 1997
heimilinu haustið og fram á vetur og
vann þar að ýmsum störfum sem til
féllu, og varð þá margs vísari um heim-
ilishald og hirðusemi á öllum hlutum
sem viðkomu heimilinu og afkomu
þess. Jafnvel þótt hlutskipti mitt yrði
ekki sveitabúskapur hefur sá lærdómur
oft orðið mér ákjósanlegur leiðarvísir á
lífsleiðinni.
A unga aldri stefndi hugur minn
snemma að sjómennsku, og urðu því
smám saman breytingar á veru minni á
nefndu heimili. Þó var ég tíma af sumr-
inu heima eitthvað lengur og stundaði
þá búskap hjá foreldrum mínu. En þeg-
ar ég kom heim að sumrinu var það
ævinlega með mínum fyrstu verkum að
fara austur að Snjallsteinshöfða til að
heimsækja þar vini og velgjörðafólk,
enda þar ávallt velkominn.
Á heimilinu báru allir hlutir, dauðir
og lifandi, vitni um forsjálni og fyrir-
hyggju, og var hagur þess og afkoma í
samræmi við það. Þar var til dæmis til
fríður og föngulegur hrossahópur, og
báru þar þó af tveir gráir gæðingar, sem
voru aldir á hverjum vetri og voru þeir
reiðhestar hjónanna hvert sem þau
fóru, og hef ég grun um að þeir hafi
veitt þeim meiri ánægju og skilið eftir
betri minningar heldur en venjulegur
bíltúr nú á bílaöldinni, enda var Jóhann
talinn ágætur hestamaður.
Áður en ég lýk þessari óframbæri-
legu frásögn minni langar mig til að
minnast á eitt atriði, sem skeði nokkru
eftir að dvöl minni á umræddu heimili
var að mestu eða öllu leyti lokið, og
kom ég þar þá sem gestur. Ekki minnist
Jóhann Magnússon bóndi í
Snjallsteinshöfða
ég á þennan atburð af því að hann væri
neitt einsdæmi um velvild þeirra hjón-
anna í minn garð, heldur af því að hann
varð mér til ógleymanlegrar ánægju og
þeim hjónum til sóma eins og öll okkar
viðskipti höfðu ávallt verið.
Svo var mál með vexti, að eitt sum-
ar er ég var heima hjá foreldrum mín-
um kom til okkar maður úr Reykjavík í
heimsókn, og þótti sjálfsagt að gera
honum einhvern dagamun. Það var því
haft samband við eldri bróður minn,
sem var kaupamaður í sömu sveit, og
ákveðið að við bræður færum með
manninum á hestum austur í Fljótshlíð
-117-