Goðasteinn - 01.09.1997, Síða 120
Goðasteinn 1997
eða jafnvel eitthvað lengra, og þótti
það allvirðuleg reisa. En sá ljóður var á
slíkri reisu, að á fátækari heimilum
voru reiðhestar af skornum skammti.
Daginn, sem ákveðið var að fara, kom
bróðir minn á tveimur hestum og aðra
tvo lagði faðir minn til undir gestinn.
Eg hafði þá eignast minn eigin hest, og
var hann sá eini, sem til var handa mér.
En þar sem hann var traustur og ágætur
reiðhestur ákvað ég að fara á honum
einum.
Okkur kom saman um að fara á vaði
yfir Rangá, sem var nokkru fyrir neðan
Snjallsteinshöfða, og var mér sú leið
kunn. Eg vakti máls á því að við kæm-
um þar við, og voru allir því sammála.
Þegar við riðum þar í hlaðið var hús-
bóndinn úti staddur. Hann virti fyrir sér
reiðskjótana og segir: „Ert þú einhesta,
Guðjón minn?“ Ég játaði því. Okkur
var boðið til stofu, og þáðum við þar
rausnarlegar góðgerðir af sama mynd-
arskap og þar tíðkaðist. Að því loknu
bjuggumst við til ferðar. Þegar við
kvöddum hjónin rétti Jóhann mér beisli
og segir: „Þú tekur annan hvorn gráa
klárinn með þér, svo þú verðir ekki
verr ríðandi en hinir. Þú hlýtur að ná
hvorum sem þú vilt heldur. Þeir þekkja
þig“
Ég kvaddi hjónin með alúðar þakk-
læti fyrir allt, sem þau höfðu fyrir mig
gert. Ég hafði meiri áhuga á reiðhesti
Jóhanns; hann var orðlagður gæðingur.
Það gekk vel að handsama hann, og var
ég þar með orðinn langbest ríðandi af
félögunum. Ferðin gekk svo eftir áætl-
un ágætlega, en seint mun ég gleyma
þeirri ánægju, sem góðhestarnir tveir
veittu mér sameiginlega í þeirri ferð,
og verður mér þá sem oftar hugsað til
hjónanna í Snjallsteinshöfða með
alúðar þakklæti og virðingu fyrir löng
og góð kynni.
Guð blessi minningu þeirra.
Skrifað íjanúar 1972
Guðjón Marteinsson
SAFNARABÚÐIN
Frakkastíg 10, milli Laugavegs og Hverfisgötu
Sími 552 7275
AUK ÞESS AÐ VERA EINI SÖLUAÐILI
GOÐASTEINS Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU, SELJUM
VIÐ MYNDBÖND, GEISLADISKA, KASSETTUR,
PLÖTUR, BÆKUR, BLÖÐ OG FRÍMERKI.
Það borgar sig að líta inn!
-118-