Goðasteinn - 01.09.1997, Síða 126
Goðasteinn 1997
aðstandenda Heklusafns hér í Brúar-
lundi um núverandi Oddastefnu. Ég
óska þeim jafnframt til hamingju með
stofnun safnsins síðastliðið sumar og
góða byrjun. Það var bráðsnjöll hug-
mynd að koma safninu á laggirnar og
sýna undirtektir að safnið bætir úr
brýnni þörf fyrir upplýsingar um
Heklu, einmitt hér í námunda við eld-
fjallið fræga, viðfangsefni Oddastefnu
að þessu sinni. Heklusafnið fellur vel
að landslagi þeirrar uppbyggingar,
fræðslu, ferðamennsku og útivistar sem
á sér stað í Landsveit og öllu Rangár-
þingi.
Náttúra Heklu og nágrennis og
reynsla manna af Heklu gegnum tíðina
verður umhugsunarefni okkar næstu
stundirnar. Ég þakka hjartanlega því
fróða fólki sem hingað er komið að
greina okkur hinum frá ýmsum sann-
indum um fjallið og áhrifum þess í
sögunni. Einnig þakka ég söngmönnum
sem munu skemmta ráðstefnugestum
með söng sínum. Listin hefur þar með
haldið innreið sína á Oddastefnur og
verður vonandi að hefð, líkt og nú má
telja Oddastefnurnar sjálfar.
Oddastefnum, hinum árlegu ráð-
stefnum Oddafélagins, er ætlað að vera
fjölbreyttar, fjölfaglegar sem kallað er,
en ekki rígbundnar við þröngt sérsvið.
Þær eiga að leitast við að skírskota til
alls þorra manna, og örva til þátttöku,
reyna að sameina almenna frásögn og
reynslu mannsins annars vegar og
fræðin hins vegar, bæði sagnfræði og
náttúrufræði. Land og saga renni í
sama brennipunkt, ef svo mætti segja.
Einmitt hér í Rangárþingi á það við, en
Hekla er stórkostlegt dæmi um samspil
manns og náttúru í héraðinu.
Erindi á fyrri Oddastefnum hafa
flest birst í Goðasteini, héraðsriti Rang-
æinga, og verður svo væntanlega einn-
ig nú, svo að fleiri fáið notið en þeir
sem gátu komið hingað í dag. Þrátt
fyrir mörg erindi á dagskrá vona ég að
tími gefist til nokkurra umræðna og
nauðsynlegt er að fá tóm til að spjalla
yfir kaffisopa og girnilegu meðlæti sem
Heklusafn reiðir fram í hléi gegn vægu
gjaldi. Að lokinni ráðstefnu býðst gest-
um að fara í dálítinn leiðangur undir
stjórn eins fyrirlesarans, Elsu G. Vil-
mundardóttur jarðfræðings, austur fyrir
Stóra-Klofa og skoða þar merkileg
öskulög.
Ekki mun ég að þessu sinni tefja
fund með því að endurtaka stefnuskrá
Oddafélagsins. Oddafélagið eru samtök
áhugamanna um endurreisn fræðaset-
urs að Odda á Rangárvöllum. Líða
munu hundrað ár áður en fræðaþorp rís
á völlunum umhverfis friðaða Gamma-
brekku, Oddastað. Á meðan látum við
leikinn berast vítt um Rangárþing og
tökum þátt í því sem til menningar
horfir í héraðinu.
Ég lýk nú máli mínu og bið fund-
argesti vel að njóta erinda og söngs.
Þökk fyrir.
-124-