Goðasteinn - 01.09.1997, Blaðsíða 131
Goðasteinn 1997
um og varað stutt, nema Kötlugosið
1918, og því ekki greið aðgöngu til
athugunar. Islenskir jarðvísindamenn
voru einnig fáir framan af öldinni og
ýmissa hluta vegna ekki til taks, þegar
gosin urðu. Hekla er hins vegar
aðgengileg, gosið 1947 stóð á annað ár
og fjöldi íslenskra jarðvísindamanna
var kominn til starfa á næstu árum á
undan gosinu. Rannsóknir þeirra voru
líka bæði fjölbreytilegar og vendilegar
og skópu íslenskum eldfjallarann-
sóknum orðstír, sem þær hafa búið að
æ síðan. Mun þar ekki síst að finna
rótina að Norrænu eldfjallastöðinni í
Reykjavík, en þar á bæ er fylgst grannt
með Heklu.
Imynd Heklu hefur þannig í seinni
tíð breyst frá því að vera ógnvaldur
Islands og hlið helvítis í virðingar-
þrungið þjóðartákn og heimsfrægt
rannsóknarefni vísindanna. Fjöldi fólks
gengur á Heklu á hverju ári til að skoða
þetta furðuverk náttúrunnar og njóta
útsýnisins af „tindi Heklu hám“. Enn
fleiri njóta þó útsýnisins til Heklu, þar
sem hún gnæfir tignarfögur og snæ-
hekluprýdd yfir byggð. Nú eiga gestir
og gangandi þess kost að kynna sér
Heklu við þjóðveg, í Heklusafninu í
Brúarlundi, en það framtak að koma
því safni upp mun seint verða fulllofað.
Enn eimir þó eftir af gömlum glæðum.
Sérkennileg goshegðun Heklu á síðustu
áratugum er í það minnsta tilefni til
umhugsunar, jafnvel uggs, hvað Hekla
beri nú í skauti sínu. Enn trúa blámenn
í Karíbíska hafinu því, að hlið helvítis
séu í Heklu uppi á Islandi. Og til
skamms tíma sögðu Svíar ekki mönn-
um að fara fjandans til, enda kurteist
fólk, í þess stað vísuðu þeir mönnum
„dra át Hácklefjállet till!“. Þeim hefur
þótt nóg að vísa mönnum á hliðið og
treyst því, að tekið yrði þar á viðeig-
andi hátt á móti þeim. En jafnvel þessi
hógværa tilvísun er að missa mátt sinn.
Hekla er ekki lengur heljargátt, hún er
upphafið furðuverk náttúrunnar, svo að
nú má vera fagnaðarhljómur í boðinu:
„Farðu til Heklu!“.
Nokkrar heimildir:
Árni Hjartarson 1995: Á Hekluslóðum.
Árbók Ferðafélags íslands 1995. 5 - 236.
Coles, John, 1962 (?, ártalslaus): íslands-
ferð. Gísli Ólafsson þýddi. Bókaútgáfan Hild-
ur, Reykjavík. 204 s. Kom fyrst út á ensku í
London 1882.
Hansen, Hans Jiirgen, 1992: Die Schiffe der
deutschen Flotten 1848 - 1945. Urbes, Gráfling
bei Munchen. 192 s.
Jane’s Fighting Ships of World War I 1992:
Studio Editions, London. 320 s. Kom fyrst út í
London 1919.
Páll Líndal 1987: Saga Reykjavíkur, 2.
bindi. Örn og Örlygur, Reykjavík. 203 s.
Poulsen, Svenn, og Rosenberg, Holger,
1958: íslandsferð 1907. Geir Jónasson þýddi.
ísafold, Reykjavík. 336 s.
Vigfús Guðmundsson 1946: Saga
Eyrarbakka. Fyrra bindi, síðara hefti. Víkings-
útgáfan, Reykjavík. 373 - 602.
-129-